Fara í efni

Beiðni um stofnframlag

Málsnúmer 202401009

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 103. fundur - 09.01.2024

Fyrir liggur erindi frá Landsamtökunum Þroskahjálp varðandi stofnframlag vegna kaupa á íbúð á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að veita vilyrði fyrir stofnaframlagi (12% af kaupverði) vegna kaupa Húsbyggingasjóðs Þroskahjálpar á íbúð við Bláargerði sem nýtt verði til útleigu fyrir fatlaða íbúa Múlaþings. Stofnframlag sveitarfélagsins verði þó háð því að Húsbyggingasjóður Þroskahjálpar fái stofnframlag frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vegna umræddra kaupa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 109. fundur - 05.03.2024

Fyrir liggur erindi frá Landsamtökunum Þroskahjálp varðandi stofnframlag vegna kaupa á íbúðum á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að veita vilyrði fyrir stofnframlagi (12% af kaupverði) vegna kaupa Húsbyggingasjóðs Þroskahjálpar á tveimur íbúðum við Bláargerði sem nýtt verði til útleigu fyrir fatlaða íbúa Múlaþings. Stofnframlag sveitarfélagsins verði þó háð því að Húsbyggingasjóður Þroskahjálpar fái stofnframlag frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vegna umræddra kaupa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?