Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

109. fundur 05. mars 2024 kl. 08:30 - 10:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að mál.nr 8, "Beiðni um stofnframlag" yrði bætt við dagskrá fundarins. Enginn gerði athugasemd við tillöguna og skoðast hún því samþykkt.

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins. Undir þessum lið tengdust endurskoðendur frá KPMG, Magnús Jónsson og Sigurjón Ö. Arnarsson,sem fóru yfir drög að ársreikningi fyrir árið 2023.

Gestir

  • Magnús Jónsson og Sigurjón Ö. Arnarsson endurskoðendur - mæting: 08:30

2.Atvinnulóðir í Múlaþingi

Málsnúmer 202301126Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá Bjarna G. Björgvinssyni hrl. þar sem matsgerð um ætlað markaðsverð á svokölluðu Suðursvæði, sem boðið var sveitarfélaginu til kaups, er uppfærð að teknu tilliti til mögulegs fjölda byggingarhæfra lóða sem og núvirtra tekna af fasteigna- og lóðagjöldum til framtíðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að taka upp samningaviðræður við landeigendur um möguleg kaup sveitarfélagsins á grundvelli fyrirliggjandi endurskoðaðs mats.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, fundargerðir 2024

Málsnúmer 202401202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 26.02.2024.

Lagt fram til kynningar.

4.Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði, dags. 26.02.2024.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar HEF 2024

Málsnúmer 202401099Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 27.02.2024.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23.02.2024.

Lagt fram til kynningar.

7.Drög að borgarstefnu í samráðsgátt

Málsnúmer 202402215Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á því að drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings hvetur kjörna fulltrúa og sviðsstjóra sveitarfélagsins til að kynna sér fyrirliggjandi drög að borgarstefnu, er birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. Sjái viðkomandi ástæðu til skal koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri við skrifstofustjóra Múlaþings en málið verður tekið fyrir á ný á fundi byggðaráðs þriðjudaginn 19. mars. n.k.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Beiðni um stofnframlag

Málsnúmer 202401009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Landsamtökunum Þroskahjálp varðandi stofnframlag vegna kaupa á íbúðum á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að veita vilyrði fyrir stofnframlagi (12% af kaupverði) vegna kaupa Húsbyggingasjóðs Þroskahjálpar á tveimur íbúðum við Bláargerði sem nýtt verði til útleigu fyrir fatlaða íbúa Múlaþings. Stofnframlag sveitarfélagsins verði þó háð því að Húsbyggingasjóður Þroskahjálpar fái stofnframlag frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vegna umræddra kaupa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?