Fara í efni

Umsókn um byggingarheimild, Úlfsstaðaskógur 3, 701,

Málsnúmer 202401044

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 105. fundur - 22.01.2024

Fyrir liggur erindi þar sem óskað er eftir heimild til að víkja frá skipulagsskilmálum á lóð nr. 3 í Úlfsstaðaskógi. Gildandi deiliskipulag vegna frístundabyggðar í landi Úlfsstaða er frá árinu 2005 en í því er gert ráð fyrir að hámarks mænishæð bygginga sé 4,5 metrar. Óskað er eftir heimild til að byggja sumarhús með mænishæð 5,01 metrar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Jafnframt vísar ráðið til afgreiðslu máls nr. 202202132 frá 47. fundi ráðsins þar sem sambærilegt erindi var samþykkt.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?