Fara í efni

Sértækur byggðakvóti, Djúpivogur

Málsnúmer 202401087

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 104. fundur - 23.01.2024

Fyrir liggur til umfjöllunar erindi frá Búlandstindi ehf. varðandi byggðakvóta á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem fyrir liggur að samningur Byggðastofnunar og Búlandstinds ehf./Ósness ehf. um sértækan byggðakvóta rennur út á þessu ári leggur byggðaráð Múlaþings áherslu á að umræddur samningur verði endurnýjaður. Sá sértæki byggðakvóti sem hér um ræðir hefur skipt sköpum í því að viðhalda atvinnustarfsemi á Djúpavogi undanfarin ár og áframhaldandi úthlutun mun hafa veruleg áhrif í þá veru að tryggja áframhaldandi trausta og uppbyggilega atvinnustarfsemi á Djúpavogi.

Samþykkt með 4 atkvæðum, einn sat hjá(HHÁ)

Heimastjórn Djúpavogs - 46. fundur - 08.02.2024

Fyrir fundinum lá bókun byggðaráðs dags. 23. janúar 2024 varðandi sértækan byggðakvóta fyrir Djúpavog.

"Þar sem fyrir liggur að samningur Byggðastofnunar og Búlandstinds ehf./Ósness ehf. um sértækan byggðakvóta rennur út á þessu ári leggur byggðaráð Múlaþings áherslu á að umræddur samningur verði endurnýjaður. Sá sértæki byggðakvóti sem hér um ræðir hefur skipt sköpum í því að viðhalda atvinnustarfsemi á Djúpavogi undanfarin ár og áframhaldandi úthlutun mun hafa veruleg áhrif í þá veru að tryggja áframhaldandi trausta og uppbyggilega atvinnustarfsemi á Djúpavogi."

Heimastjórn tekur undir bókun byggðaráðs. Byggðakvótinn sem um ræðir hefur skipt sköpum fyrir atvinnulífið á staðnum og mikilvægt að framhald verði á úthlutun hans.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?