Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

46. fundur 08. febrúar 2024 kl. 10:00 - 11:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra

1.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu fundargerðir samráðshóps um Cittaslow.

Lagt fram til kynningar.

2.Þjónusta við ferðafólk á Djúpavogi

Málsnúmer 202210003Vakta málsnúmer

Aron Thorarensen lögfræðingur hjá Múlaþingi sat fundinn undir þessum lið.

AT og GJ fóru yfir stöðu málsins. AT og fulltrúa sveitarstjóra falið að vinna að málinu áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Aron Thorarensen - mæting: 10:05

3.Erindi, samstarf um starfsemi nytjamarkaðarins Notó Djúpavogi

Málsnúmer 202402008Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi frá Foreldrafélagi Djúpavogsskóla varðandi Notó nytjamarkað.

Heimastjórn á Djúpavogi tekur undir með foreldrafélaginu og beinir því til sveitarstjórnar að hugað verði án tafar að aðstöðu til móttöku nytjahluta í samstarfi við félagið.

Samþykkt samhljóða.

4.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

5.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá greinargerð vegna Markúsarsels og Tunguhlíðar í tengslum við kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum.

Lagt fram til kynningar.

6.Sértækur byggðakvóti, Djúpivogur

Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá bókun byggðaráðs dags. 23. janúar 2024 varðandi sértækan byggðakvóta fyrir Djúpavog.

"Þar sem fyrir liggur að samningur Byggðastofnunar og Búlandstinds ehf./Ósness ehf. um sértækan byggðakvóta rennur út á þessu ári leggur byggðaráð Múlaþings áherslu á að umræddur samningur verði endurnýjaður. Sá sértæki byggðakvóti sem hér um ræðir hefur skipt sköpum í því að viðhalda atvinnustarfsemi á Djúpavogi undanfarin ár og áframhaldandi úthlutun mun hafa veruleg áhrif í þá veru að tryggja áframhaldandi trausta og uppbyggilega atvinnustarfsemi á Djúpavogi."

Heimastjórn tekur undir bókun byggðaráðs. Byggðakvótinn sem um ræðir hefur skipt sköpum fyrir atvinnulífið á staðnum og mikilvægt að framhald verði á úthlutun hans.

Samþykkt samhljóða.

7.Fuglasafn á Djúpavogi

Málsnúmer 202402026Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi frá Stefáni Skafta Steinólfssyni varðandi fuglasafn á Djúpavogi.

Heimastjórn líst vel á erindið og felur starfsmanni að vinna málið áfram og fá nánari upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi með það fyrir augum að hægt verði að afgreiða það formlega á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

8.Stefnumótun og greining varðandi skemmtiferðaskipakomur á Austurlandi

Málsnúmer 202208129Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá samantekt á niðurstöðum viðhorfskönnunar íbúa í Múlaþingi til komu skemmtiferðaskipa.

Heimastjórn á Djúpvogi finnst mikilvægt að nú liggi fyrir hvert viðhorf íbúa til komu skemmtiferðaskipa er og leggur áherslu á að brugðist verði við ábendingum um hvað megi betur fara og að áfram verði unnið að því sem vel er gert.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsagnarbeiðni um 521. mál Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu)

Málsnúmer 202402013Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá til umsagnar 521. mál Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).

Heimastjórn á Djúpavogi er andvíg kvótasetningu á grásleppa og telur að sú ráðstöfun komi m.a. í veg fyrir nýliðun í greininni.

Samþykkt samhljóða.

10.Samfélagsverkefni heimastjórna 2024

Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 29. janúar um samfélagsverkefni heimastjórna 2024.

"Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir hugmyndum heimastjórna að samfélagsverkefnum í samræmi við fjárhagsáætlun og umræður á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir til formanna heimastjórna. Skipting fjármuna verður óbreytt frá fyrra ári þegar heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fengu 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir."

Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Fram að þeim tíma eru íbúar hvattir til að koma hugmyndum sínum á framfæri á heimasíðu sveitarfélagsins, við fulltrúa í heimastjórn beint eða fulltrúa sveitarstjóra.

Samþykkt samhljóða.

11.Samráðsgátt. Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Málsnúmer 202401124Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 29. janúar vegna reglugerðar um sjálfbæra nýtingu.

"Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að vinna drög að umsögn í samráði við formann ráðsins auk þess að fá umsagnir frá heimastjórnum."

Heimastjórn á Djúpavogi er hlynnt sjálfbærri landnýtingu en leggur áherslu á að meginreglur og viðmið sem sett eru fram í reglugerðinni komi ekki í veg fyrir eðlilega framþróun og uppbyggingu í samfélaginu.
Starfsmanni falið að koma áherslum heimastjórnar að öðru leyti á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

12.Leiðbeiningar m.a. um skipan sveitarstjórna, ritun fundagerða og fjarfundi sveitarstjórna

Málsnúmer 202110018Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi áherslur í 39. grein samþykktar um stjórn Múlaþings er snýr að framkvæmd fjarfunda m.a.

Lagt fram til kynningar.

13.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Faktorshús: Framkvæmdir á jarðhæð ganga vel. Búið er að klæða útveggi og setja upp milliveggi. Stefnt er að því að taka aðstöðuna í notkun um Hammondhelgina.

Hitaveituframkvæmdir: Borun eftir heitu vatni er hafin og vonast til að niðurstöður um hvort þar er nægt heitt vatn að finna munu liggja fyrir í kjölfarið.

Björgunarmiðstöð: Eftir nánari skoðun hefur verið ákveðið að björgunarsveitin mun ekki taka þátt í byggingu sérstakrar björgunarmiðstöðvar. Er sú ákvörðun m.a. tekin vegna kostnaðar við bygginguna.

Stefnumörkun hafna: Í nýrri stefnumörkun hafna Múlaþings er gert ráð fyrir að hámarksfjöldi farþega í landi á Djúpavogi hverju sinni verði ekki meiri en 2500 í framtíðinni. Þetta á ekki við um þau skip sem þegar hafa pantað aðstöðu í höfninni. Fylgjast má með komum skipa á slóðinni https://portsofmulathing.is/is/cruise-ship-arrivals/.

Öxi - viðhald og vetrarþjónusta: Að sögn Vegagerðarinnar hefur þjónustutímabilið verið lengt í báðar áttir. Byrjað sé fyrr á vorin og mokað lengur - og farið um miðjan vetur þegar snjólétt er.




14.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar á Djúpavogi verður haldinn fimmtudaginn 7. mars næstkomandi kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl. 15:00 mánudaginn 4. mars á netfangið eidur.ragnarsson@mulathing.is.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?