Fara í efni

Leikskólinn Bjarkatún skólaárið 2024 - 2025

Málsnúmer 202401181

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 97. fundur - 05.03.2024

Fyrir liggur minnisblað vegna fjölgunar barna í leikskólanum Bjarkatúni á næsta skólaári, 2024 - 2025.

Málið er áfram í vinnslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 103. fundur - 07.05.2024

Fyrir liggur minnisblað um stöðu mála í leikskólanum Bjarkatúni á næsta skólaári. Börnum er að fjölga í Bjarkatúni og því komast ekki öll börn fyrir í leikskólanum.

Fjölskylduráð leggur til að foreldrum barna sem ekki fá vistun verði greitt daggæsluframlag skv. reglum Múlaþings um daggæsluframlag meðan unnið er að viðunandi lausn. Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að útbúa drög að erindisbréfi fyrir starfshóp sem kemur með tillögur að lausnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?