Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

97. fundur 05. mars 2024 kl. 12:30 - 14:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla Heiðdís Ragnarsdóttir, Sigríður Alda Ómarsdóttir og Erna Rut Rúnarsdóttir sátu 1.-3. lið. Áheyrnarfulltrúi grunnskóla Kristín Guðlaug Magnúsdóttir, Arna Magnúsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu 2.- 6. lið. Áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla Sóley Þrastardóttir sat 4. lið. Guðrún Sigríður Sigurðardóttir skólastjóri Bjarkatúns sat 1. lið. Anna Birna Einarsdóttir skólastjóri Fellaskóla og Drífa Sigurðardóttir skólastjóri Tónlistarskólans í Fellabæ sátu 4. lið. Kristín Guðlaug Magnúsdóttir skólastjóri Egilsstaðaskóla sat 5. lið.

1.Leikskólinn Bjarkatún skólaárið 2024 - 2025

Málsnúmer 202401181Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað vegna fjölgunar barna í leikskólanum Bjarkatúni á næsta skólaári, 2024 - 2025.

Málið er áfram í vinnslu.

2.Veganfæði, erindi frá foreldrum

Málsnúmer 202402238Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Unni Borgþórsdóttur og Friðriki Bjarti Magnússyni, dagsett 21. 2. 2024, þar sem óskað er eftir að börnum í Múlaþingi standi til boða grænkerafæði í mötuneytum leik- og grunnskóla.

Fjölskylduráð tekur vel í erindið að svo stöddu. Fræðslustjóra er falið að taka saman kostnað og umfang þess að bjóða upp á grænkerafæði í mötuneytum leik- og grunnskóla áður en endanleg ákvörðun er tekin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Áframhaldandi samráð um skólaþjónustu

Málsnúmer 202402226Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir áframhaldandi samráði um framtíðarskipan skólaþjónustu með því að senda inn umsögn vegna frumvarps til laga um inngildandi menntun.

Lagt fram til kynningar.

4.Húsnæðismál Fellaskóla

Málsnúmer 202401139Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindisbréf fyrir starfshóp um húsnæðismál Fellaskóla. Eftirfarandi eru tilnefndir í starfshópinn, fyrir meirihlutann er Björg Eyþórsdóttir, fyrir minnihlutann er Jóhann Hjalti Þorsteinsson og fyrir hönd starfsfólks er Þórhalla Þráinsdóttir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ytra mat Egilsstaðaskóli

Málsnúmer 202401095Vakta málsnúmer

Fyrir liggur staðfesting Menntamálastofnunar, dagsett 5. 2 2024, um að eftirfylgd með umbótum vegna ytra mats í Egilsstaðaskóla sé lokið.

Lagt fram til kynningar.

6.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?