Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Seyðisfjörður, Sjóvarnir

Málsnúmer 202402066

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 108. fundur - 19.02.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna á Seyðisfirði. Annars vegar er um að ræða 304 m sjóvörn á Vestdalseyri og hins vegar 66 metra viðbót við sjóvörn við Strandaveg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirhuguð áform.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?