Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

108. fundur 19. febrúar 2024 kl. 08:30 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Þórhallur Borgarson varaformaður
 • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Útboð Baugur Bjólfs

Málsnúmer 202306059Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála fylgir eftir minnisblaði um stöðu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tilboð til verksins í samræmi við tillögu starfsmanna sem fram koma í minnisblaði sem liggur fyrir fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að leggja fram tillögu að breyttri framkvæmdaáætlun fyrir árið til að koma framkvæmdinni fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Steingrímur Jónsson - mæting: 09:05

2.Verndarsvæði í byggð, Djúpivogur

Málsnúmer 202209190Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu breytinga á verndarsvæði í byggð á Djúpavogi lauk 10. janúar sl. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands en engar athugasemdir bárust frá almenningi. Fyrirliggjandi tillaga hefur verið lagfærð með tilliti til ábendinga Minjastofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögu fyrir Verndarsvæðið við voginn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send ráðherra til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

3.Aðalskipulagsbreyting, Kárahnjúkastífla, Efnisnáma

Málsnúmer 202402067Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Landsvirkjun um að efnisnáma við Kárahnjúkastíflu verði færð inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna skipulagstillögu sem lögð verður fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða.

4.Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Kiðueyri í Grímsá

Málsnúmer 202210120Vakta málsnúmer

Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna efnistöku á Kiðueyri var auglýst 24.11.2023 til 11.01.2024. Athugasemdir bárust frá nokkrum aðilum og eru meginatriði þeirra tekin saman í fyrirliggjandi minnisblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsagnir um athugasemdir og felur skipulagsfulltrúa að láta uppfæra skipulagstillögu til samræmis við þær. Skipulagstillögunni er vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

5.Aðalskipulagsbreyting, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202207050Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur álit heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefnd um viðbrögð við þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust við kynningu vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar vegna frístundasvæðis við Eiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur tekið umsagnir og athugasemdir við kynningu vinnslutillögu til ítarlegrar umfjöllunar á undanförnum fundum og farið yfir álitamál sem fram koma í umsögnum um tillöguna. Það er mat ráðsins að fyrirhuguð uppbygging á svæðinu sé til þess fallin að styrkja stoðir samfélagsins á Eiðum og vera til hagsbóta fyrir svæðið í heild.
Náttúrugæði svæðisins eru óumdeild og með því göngustígaskipulagi sem kynnt hefur verið í vinnslutillögu deiliskipulagsins mun aðgengi að svæðinu aukast fyrir allan almenning og tillagan til þess fallin að styrkja innviði til náttúruskoðunar og upplifunar á svæði sem skilgreint hefur verð sem mikilvægt vegna vistgerða og fugla. Það er mat ráðsins að þeir skilmálar sem kynntir hafa verið í vinnslutillögu deiliskipulags séu til þess fallnir að koma til móts við náttúru- og landslagsverndarsjónarmið sem sett hafa verið fram.
Ráðið samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðgjafa við áframhaldandi vinnslu tillögunnar.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 eru á móti (AMS, AHB og PH).

Fulltrúar V-lista og L-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Veigamiklar athugasemdir við vinnslutillöguna bárust m.a. frá Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Skógræktinni. Fram kom skýr gagnrýni á umhverfisáhrif sem af framkvæmdinni mun hljótast. Bent var á að hún yrði í andstöðu við 61.gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd og að ekki sé sýnt fram á að brýnir almannahagsmunir réttlæti hana.

Skógræktin telur þurfa að grípa til mótvægisaðgerða vegna rasks á skógi samanber ákvæði laga. Þó að slíkar slíkar mótvægisaðgerðir vegi að hluta upp á móti tapi á skógi, þá vega þær ekki upp á móti eyðingu sögulega mikilvægs skógar í landi Eiða. Hér er vísað til þess að skógrækt í Eiðalandi var ekki síst að frumkvæði skólastjórnenda og nemendur Eiðaskóla plöntuðu þar trjám um árabil. Núverandi birkiskógur Eiða er sjálfsáinn frá þeim fáu birkiplöntum sem lifðu af eyðingu gamla Eiðaskógar á 19. öld og full ástæða til að verja þá sérstöðu.

Staðsetning húsa samkvæmt vinnslutillögunni mun þýða mjög mikið rask á votlendi. Það á við um hluta húsa við suðurenda Eiðavatns og áhyggjuefni m.t.t. fuglalífs er hve nærri vatninu þau hús eru. Þá raskast umtalsvert votlendi vegna þeirra húsa sem áætluð eru í ásunum norðvestan og vestan við Húsatjörn.

Við teljum umrædda 50 húsa byggð, vegagerð og fráveitu sem henni fylgir raska umtalsverðu votlendi og að hluta líka skógi með óafturkræfum hætti. Við teljum að ekki hafi verið sýnt fram á að brýnir almannahagsmunir réttlæti fyrirhugaðar framkvæmdir.

6.Umsókn um byggingarheimild, Egilsstaðir 1, 700,

Málsnúmer 202312272Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu byggingaráforma við Egilsstaði 1 lauk þann 6. febrúar sl. án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu fyrirhugaðra byggingaráforma við Egilsstaði 1 sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Seyðisfjörður, Sjóvarnir

Málsnúmer 202402066Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna á Seyðisfirði. Annars vegar er um að ræða 304 m sjóvörn á Vestdalseyri og hins vegar 66 metra viðbót við sjóvörn við Strandaveg.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirhuguð áform.

Samþykkt samhljóða.

8.Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Litlabakkanáma

Málsnúmer 202312253Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi efnistöku í Litlabakkanámu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi umsókn en vísar henni til afgreiðslu hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs í samræmi við 1. tölulið, 3 gr. viðauka I í samþykkt um stjórn Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Úlfsstaðaskógur 42b

Málsnúmer 202402082Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri yfirgaf fundinn undir þessum lið.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á millispildu úr landi Úlfsstaða (L157555) sem mun renna inn í ræktunarland Úlfsstaðaskógur 42 (L201856).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Þorvaldsstaðir lóð

Málsnúmer 202402053Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð utan um íbúðarhús úr landi Þorvaldsstaða 1 (L157450) sem fær heitið Þorvaldsstaðir lóð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

11.Samráðsgátt. Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Málsnúmer 202401124Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið en á síðasta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkti ráðið að fela honum að vinna drög að umsögn í samráði við formann ráðsins auk þess að fá umsagnir frá heimastjórnum. Framlögð eru drög að umsögn við reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur formanni að ljúka og skila inn umsögn fyrir hönd ráðsins í samræmi við umræður á fundinum. Umsögnin verður borin upp til samþykktar á næsta fundi ráðsins.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (PH) sat hjá.

Gestir

 • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 08:30

12.Fundagerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2024

Málsnúmer 202402079Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 177. fundi heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?