Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Kringilsárrani, bakkavarnir

Málsnúmer 202402089

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 112. fundur - 25.03.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmaráði liggur umsókn frá Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra bakkavarna við Kringilsárrana. Umsagnir Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs liggja fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirhuguð áform.

Samþykkt samhljóða.

Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Múlaþings - 11. fundur - 26.03.2025

Fyrir liggur beiðni frá Landsvirkjun um framlengingu um eitt ár, á framkvæmdaleyfi vegna bakkavarna í Kringilsárrana, sem gefið var út til 12 mánaða þann 4. apríl 2024. Aðstæður vorið 2024 voru þess eðlis að ekki var hægt að hefja framkvæmdir við bakkavörnina en stendur til að reyna að nýju vorið 2025 ef aðstæður verða hagfelldar. Náttúruverndarstofnun gerir engar athugasemdir við framlengingu leyfisins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Skipulagsfulltrúi samþykkir að framlengja áður útgefið leyfi til og með 23. apríl 2026.
Getum við bætt efni þessarar síðu?