Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

112. fundur 25. mars 2024 kl. 08:30 - 11:33 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Þórhallur Borgarson varaformaður
 • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
 • Hildur Þórisdóttir varamaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Björn Ingimarsson (hafnarstjóri), Rúnar Gunnarsson (yfirhafnarvörður) og Eiður Ragnarsson (verkefnastjóri hafna) sátu fundinn undir liðum nr. 3-5.
Sigurður Jónsson (skipulagsfulltrúi) sat fundinn undir liðum nr. 7-10.

1.Útboð á hirðu úrgangs við heimili í Múlaþingi

Málsnúmer 202301159Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála fylgir eftir minnisblaði um stöðu útboðs á hirðu úrgangs í Múlaþingi.

Málið er áfram í vinnslu.

Gestir

 • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 08:30

2.Styrkbeiðni vegna landvörslu á Víknaslóðum 2024

Málsnúmer 202403088Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs varðandi framtíðarstefnu og fyrirkomulag landvörslu á Víknaslóðum.
Verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að gera drög að samningi í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 08:55

3.Fiskeldissjóður, umsóknir 2024

Málsnúmer 202402192Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri (BI) gerir grein fyrir stöðu umsókna í Fiskeldissjóð árið 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti seinni fyrirliggjandi umsókn í Fiskeldissjóð og vísar málinu til heimastjórnar Djúpavogs til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

4.Umferðaröryggi við Ferjuleiru á Seyðisfirði

Málsnúmer 202403193Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga frá yfirhafnarverði (RG) þar sem mælst er til þess að Ferjuleira verði gerð að einstefnugötu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur yfirhafnarverði, atvinnu- og menningarmálastjóra ásamt framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og vísar því til heimastjórnar Seyðisfjarðar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

5.Stefnumörkun hafna Múlaþings

Málsnúmer 202402195Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri (BI) og yfirhafnarvörður (RG) fara yfir atriði í stefnumörkun hafna Múlaþings er varða hámarksfjölda gesta.

Lagt fram til kynningar.

6.Upplýsingafundur með Landsvirkjun

Málsnúmer 202203090Vakta málsnúmer

Inn á fundinn tengjast starfsmenn Landsvirkjunar og veita upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins í sveitarfélaginu.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Árni Óðinsson og Sindri Óskarsson - mæting: 10:20

7.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Teknar eru fyrir að nýju umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu skipulags- og matslýsingar nýs aðalskipulags Múlaþings.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa umsögnum og athugasemdum til frekari skoðunar við mótun vinnslutillögu.
Ráðið felur jafnframt skipulagsfulltrúa að láta uppfæra fyrirliggjandi minnisblað með viðbrögðum við athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

8.Aðalskipulagsbreyting, Kárahnjúkastífla, Efnisnáma

Málsnúmer 202402067Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga, dagsett 15. mars 2024, um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna námu við Kárahnjúkastíflu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til við sveitarstjórn að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er ekki talin hafa veruleg áhrif á núverandi landnotkun né eru áhrif hennar metin mikil á einstaka aðila eða stórt landsvæði.

Samþykkt samhljóða.

9.Deiliskipulagsbreyting, Unalækur á Völlum

Málsnúmer 202309037Vakta málsnúmer

Vinnslutillaga vegna breytinga á deiliskipulagi Unalækjar var kynnt með athugasemdafresti til og með 12. janúar 2024. Fyrir ráðinu liggja athugasemdir og umsagnir sem bárust á kynningartíma.

Máli frestað til næsta fundar.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Kringilsárrani, bakkavarnir

Málsnúmer 202402089Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmaráði liggur umsókn frá Landsvirkjun vegna fyrirhugaðra bakkavarna við Kringilsárrana. Umsagnir Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs liggja fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirhuguð áform.

Samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Hluti Vatnajökuls við Maríutungur (þjóðlenda)

Málsnúmer 202403011Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá forsætisráðuneytinu um stofnun þjóðlendu, þ.e. hluta Vatnajökuls við Maríutungur skv. úrskurði í máli óbyggðanefndar nr. 1/2005.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

12.Samráðsgátt. Endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Málsnúmer 202403191Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir í samráðsgátt áform um breytingu á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun með það að markmiði að tryggja ábyrga og skynsamlega nýtingu og vernd landsvæða og orkukosta á Íslandi.
Málið er aðgengilegt í Samráðsgátt stjórnvalda undir málanúmerinu S-79/2024.
Frestur til athugasemda er 8. apríl 2024 en óskað hefur verið eftir framlengingu til og með 16. apríl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela formanni ráðsins að vinna drög að umsögn sem lögð verða fyrir á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

13.Umsagnarbeiðni, Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshrepps, Aðlögun að breyttri landnotkun, mál nr. 0305/2024

Málsnúmer 202403176Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Fljótsdalshreppi vegna kynningar á vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014-2030, aðlögun að breyttri landnotkun. Breytingin nær til fjögurra svæða: Hamborgar, Egilsstaðaða, Víðivalla Ytri 2 og Valþjófsstaðamela. Kynningartími er til 30. apríl 2024.

Lagt fram til kynningar.

14.Umsagnarbeiðni, Deiliskipulag atvinnusvæðis á Valþjófsstaðamelum.

Málsnúmer 202403172Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Fljótsdalshreppi vegna kynningar á vinnslutillögu nýs deiliskipulags atvinnusvæðis á Valþjófsstaðamelum. Kynningartími er til 30. apríl 2024.

Lagt fram til kynningar.

15.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Múlaþings - 6

Málsnúmer 2403011FVakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 6. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:33.

Getum við bætt efni þessarar síðu?