Fara í efni

Veganfæði, erindi frá foreldrum

Málsnúmer 202402238

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 97. fundur - 05.03.2024

Fyrir liggur erindi frá Unni Borgþórsdóttur og Friðriki Bjarti Magnússyni, dagsett 21. 2. 2024, þar sem óskað er eftir að börnum í Múlaþingi standi til boða grænkerafæði í mötuneytum leik- og grunnskóla.

Fjölskylduráð tekur vel í erindið að svo stöddu. Fræðslustjóra er falið að taka saman kostnað og umfang þess að bjóða upp á grænkerafæði í mötuneytum leik- og grunnskóla áður en endanleg ákvörðun er tekin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 100. fundur - 09.04.2024

Erindi um veganfæði í leik- og grunnskólum í Múlaþingi var tekið fyrir á fundi fjölskylduráðs 5. mars 2024. Á fundinum var fræðslustjóra falið að afla gagna um umfang þess að bjóða upp á grænkerafæði.

Í einhverjum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins er boðið upp á grænkera- og/eða grænmetisfæði. Fjölskylduráð telur ekki unnt vegna umfangs starfsemi mötuneytis Egilsstaðaskóla að bjóða upp á grænkerafæði þar að svo stöddu.

Samþykkt með handauppréttingu en einn var á móti (GBH).

Guðmundur B. Hafþórsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Sú hugmynd að prófa til eins árs að bjóða upp á grænkerafæði í leikskólum á Héraði hugnast mér betur en að loka á málið alveg að svo stöddu. Ég styð því ekki niðurstöðu ráðsins.

Getum við bætt efni þessarar síðu?