Fara í efni

Erindi frá nemendum Grunnskólans á Borgarfirði

Málsnúmer 202403023

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 45. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggja bréf frá nemendum grunnskólans á Borgarfirði. Annars vegar áskorun um að heimastjórn beiti sér fyrir bættri leikaðstöðu við skólann og hins vegar um hugmyndir að því að koma upp náttúruverndarskiltum sem skólinn hyggst búa til og setja upp í sumar.

Heimastjórn tekur vel í bæði erindin og mun beita sér fyrir bættri leikaðstöðu við skólann. Jafnframt gerir heimastjórn engar athugasemdir við að nemendur fái að setja upp náttúruverndarskilti í bænum í sumar að höfðu samráði við viðeigandi aðila.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?