Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

45. fundur 07. mars 2024 kl. 09:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Umsagnarbeiðni um 521. mál Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu)

Málsnúmer 202402013Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá til umsagnar 521. mál Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).

Frumvarpsdrögin eru lögð fram til kynningar. Heimastjórn Borgarfjarðar telur frumvarpið sem og nýlegar reglugerðarbreytingar (sem fól í sér að sjómenn komust á grásleppuveiðar 1.mars) ekki til þess fallnar að auka gegnsæi og fyrirsjáanleika í greininni.

Lagt fram til kynningar.

2.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til yfirferðar drög að kortlagningu á þjónustu Múlaþings en hún er liður í mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing, samkvæmt 59. grein samþykktar um stjórn Múlaþings.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemdir við framkomin drög. Heimastjórn hvetur íbúa til að kynna sér og mæta á íbúafund um málið sem haldinn verður í maí.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár auglýst til umsagnar

Málsnúmer 202402162Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í kynningarferli, til umsagnar, dagsett 19.2. 2024. Frestur til að skila athugasemdum er til og með 19. apríl 2024.

Lagt fram til kynningar.

4.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eyjar og sker

Málsnúmer 202402224Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur 12.2. 2024, þar sem fram kemur að fjármála- og efnahagsráðherra hafi fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Jafnframt kemur þar fram að Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024. Meðal krafna ríkisins er Hafnarhólmi.

Heimastjórn Borgarfjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem kröfulýsing íslenska ríkisins í þjóðlendumálum vegna eyja og skerja skapar. Í raun virðist stofnað til ágreinings um eignarréttarlega stöðu eyja og skerja án þess að málið hafi verið nægjanlega undirbúið, m.a. varðandi skoðun eignarréttarlegra heimilda, löggjafar sem hefur þýðingu og staðhátta. Sýnt er að kröfulýsing íslenska ríkisins tiltekur m.a. til fjölda eyja og svæða sem nú eru hluti meginlands Íslands og fellur í raun utan við það svæði sem Óbyggðanefnd getur fjallað um, þ.e. utan við stórstraumsfjöruborð. Þá nær krafa ríkisins til ótilgreindra eyja og skerja utan stórstraumsfjöruborðs, en sú kröfugerð samræmist ekki gildandi lögum sem kveður á um að fasteign eigi netlög, 115 metra utan stórstraumsfjöruborðs. Eignarréttur fasteigna á netlögum kemur fram í fjölda lagaákvæða og krafa um þjóðlendur inn fyrir netlög leiðir til þess að flestar sjávarjarðir eiga hagsmuna að gæta vegna kröfulýsingarinnar. Því er beint til íslenska ríkisins að taka kröfugerð til almennrar endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202104294Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að skiltum frá Elínu Elísabetu Einarsdóttur og Rán Flygenring sem koma á upp á Hafnarsvæði fyrir vorið.

Vinnu haldið áfram og lagt fram til kynningar.

6.Starfsemi grunnskólans á Borgarfirði 2023-2024

Málsnúmer 202309034Vakta málsnúmer

Inn á fund heimastjórnar komu Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, fræðslustjóri Múlaþings, Anna Birna Einarsdóttir skólastjóri og Tinna Jóhanna Magnusson deildarstjóri grunnskóla Borgarfjarðar.

Heimastjórn þakkar þeim kærlega fyrir komuna og gott samtal.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Tinna Jóhanna Magnusson - mæting: 10:00
  • Anna Birna Einarsdóttir - mæting: 10:00
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir - mæting: 10:00

7.Stefnumótun og greining varðandi skemmtiferðaskipakomur á Austurlandi

Málsnúmer 202208129Vakta málsnúmer

Fyrir liggur niðurstaða könnunar um viðmót íbúa gagnvart skemmtiferðaskipakomum í Múlaþingi.

Inn á fund heimastjórnar kom Aðalheiður Borgþórsdóttir og ræddi niðurstöður könnunarinnar sem og stefnumótun sveitarfélagsins í málaflokknum.

Heimastjórn þakkar Aðalheiði fyrir komuna og fyrir gott spjall. Sumarið 2024 eru bókaðar 21 skipakoma til Borgarfjarðar.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 10:45

8.Bréf Fuglaverndar til heimastjórnar

Málsnúmer 202403024Vakta málsnúmer

Fyrir liggja bréf frá Fuglavernd, annars vegar um fyrirkomulag sjálfboðavinnu af þeirra hálfu í sumar þar sem óskað er liðsinnis sveitarfélagsins og hins vegar um komu stjórnar til Borgarfjarðar í apríl og ósk um fund með heimastjórn.

Heimastjórn tekur vel í bæði erindin og felur starfsmanni að vinna að því hvernig koma megi til móts við samtökin.

Heimastjórn stefnir á að funda með stjórn Fuglaverndar föstudaginn 26. apríl á Borgarfirði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Erindi frá nemendum Grunnskólans á Borgarfirði

Málsnúmer 202403023Vakta málsnúmer

Fyrir liggja bréf frá nemendum grunnskólans á Borgarfirði. Annars vegar áskorun um að heimastjórn beiti sér fyrir bættri leikaðstöðu við skólann og hins vegar um hugmyndir að því að koma upp náttúruverndarskiltum sem skólinn hyggst búa til og setja upp í sumar.

Heimastjórn tekur vel í bæði erindin og mun beita sér fyrir bættri leikaðstöðu við skólann. Jafnframt gerir heimastjórn engar athugasemdir við að nemendur fái að setja upp náttúruverndarskilti í bænum í sumar að höfðu samráði við viðeigandi aðila.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Forgangsröðun nýrra skipulagsverkefna hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202211068Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnisstjóra skipulagsmála um forgangsröðun skipulagsverkefna í Múlaþingi.

Lagt fram til kynningar.

11.Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, náttúrustofa og Umhverfisstofnunar 2024

Málsnúmer 202402115Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, dagsettur 14.2.2024, þar sem vakin er athygli á að ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, náttúrustofa og Umhverfisstofnunar verður haldinn 21. mars 2024.

Fulltrúar náttúruverndarnefndar Borgarfjarðar munu sitja fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Lagt fram til kynningar.

12.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar verður fyrstu vikuna í apríl. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 27. mars. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is, eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?