Fara í efni

Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar Þolendamiðstöðvar vegna 5 ára starfsafmæli

Málsnúmer 202404051

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 113. fundur - 16.04.2024

Fyrir liggur erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi Eystra varðandi styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi varðandi styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar vegna 5 ára starfsafmælis til fjölskylduráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 101. fundur - 16.04.2024

Borist hefur beiðni til Múlaþings frá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra fyrir hönd Bjarmahlíðar, þolendamiðstöðvar á Akureyri um fjárstyrk vegna starfseminnar. Bjarmahlíð er tilraunaverkefni styrkt af dóms- og félagsmálaráðuneytinu og rekið sem samstarfsverkefni ólíkra aðila í því skyni að aðstoða þolendur ofbeldis að vinna úr áfalli og fá viðeigandi aðstoð. Samstarfsaðilar Bjarmahlíðar eru stjórnvöld, sveitarfélög, frjáls félagasamtök s.s. Aflið, Akureyrarbær, Háskólinn á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Kvennaráðgjöfin, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Samtök um kvennaathvarf og Sjúkrahúsið á Akureyri sem allir leggja til þjónustu við skjólstæðinga Bjarmahlíðar.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Bjarmahlíð um 200.000,- kr. sem tekið er af lið 9160.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?