Fara í efni

Tengivegir á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202405039

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 47. fundur - 06.06.2024

Fyrir liggur minnisblað um tengivegi, frá opnum fundum heimastjórnar, sem haldnir voru í Brúarási og að Eiðum (gamla barnaskólanum) 16. og 17. apríl 2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs óskar eftir því að framkvæmda- og umhverfismálastjóri mæti á næsta fund heimastjórnar og fari yfir stöðu mála varðandi tengivegi á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 48. fundur - 04.07.2024

Fyrir liggur minnisblað um tengivegi, frá opnum fundum heimastjórnar, sem haldnir voru í Brúarási og að Eiðum (gamla barnaskólanum) 16. og 17. apríl 2024.

Á fundinn undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri sem fór yfir samskipti sín við Vegagerðina varðandi málið.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs áréttar fyrri fyrirspurnir varðandi málið sem er á forræði Vegagerðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 54. fundur - 16.01.2025

Fyrir liggja gögn frá Vegagerðinni um vegi í Múlaþingi og viðhald á þeim í Múlaþingi 2024.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?