Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

54. fundur 16. janúar 2025 kl. 13:00 - 15:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson fulltrúi sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði og skrifstofustjóri
Í upphafi fundar bar formaður upp þá tillögu að mál 202302194 Deiliskipulag, Eiðar, frístundasvæði yrði tekið á dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum,SSKS 2024

Málsnúmer 202401207Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dagsett 13.11.2024.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn lýsir yfir áhyggjum sínum af þróun á verði raforku og dreifingarkostnaðar til heimila og fyrirtækja og telur fulla þörf á að brugðist verði við með mótvægisaðgerðum og að lögð verði sérstök áhersla á að jafna raforkuverð á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Jafnframt verði haldið áfram að greiða niður orkusparandi aðgerðir á köldum svæðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Heimreiðar og viðhald þeirra

Málsnúmer 202210021Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn frá Vegagerðinni um vegi í Múlaþingi og viðhald á þeim í Múlaþingi 2024.
Lagt fram til kynningar.

3.Tengivegir á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202405039Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn frá Vegagerðinni um vegi í Múlaþingi og viðhald á þeim í Múlaþingi 2024.
Lagt fram til kynningar.

4.Hreindýraarður 2024

Málsnúmer 202412023Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar drög að hreindýraarði fyrir árið 2024 á ágangssvæði/jarðir í Múlaþingi. Drögin voru til skoðunar, m.a. á skrifstofum sveitarfélagsins 3. til 15. desember síðast liðinn.
Lagt fram til kynningar.

5.Félagsheimilið Arnhólsstaðir

Málsnúmer 202411218Vakta málsnúmer

Fyrir liggur úttekt á félagsheimilinu Arnhólsstöðum sem gerð var af starfsmanni umhverfis- og framkvæmdasviðs 17.9. 2024.
Á fundinn undir þessum lið mætir Vordís Jónsdóttir verkefnastjóri framkvæmdamála.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs óskar eftir upplýsingum frá umhverfis- og framkvæmdasviði um viðhaldsþörf og áætlun um viðhald mannvirkja á Fljótsdalshéraði. Málið áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulag, Merkjadalur, frístundabyggð í landi Hafrafells 1

Málsnúmer 202103163Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar, Merkjadalur, í landi Hafrafells 1 lauk þann 29. nóvebember 2024.
Fyrir liggja umsagnir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar en engin þeirra gaf til efni til efnislegra breytinga.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.12.2024 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi skipulagstillögu til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulagsbreyting, Ný aðveitustöð á Hryggstekk í Skriðdal

Málsnúmer 202406165Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Fljótsdalslínu 3 og 4 í Skriðdal lauk þann 29. nóvebember sl.
Fyrir liggja umsagnir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar en engin þeirra gaf til efni til efnislegra breytinga.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.12.2024 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi skipulagstillögu til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Deiliskipulag, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202302194Vakta málsnúmer

Tillaga að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar við Eiða var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til og með 1. janúar 2025. Fyrir liggja umsagnir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar ásamt samantekt með tillögu að viðbrögðum við þeim.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 13.1.2025 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipulagstillagan verði uppfærð til samræmis við fyrirliggjandi minnisblað og vísar henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu þar sem brugðist hefur verið við ábendingum sem bárust á auglýsingatíma og felur skipulagsfulltrúa frágang málsins.
Jafnframt samþykkir heimastjórn fyrirliggjandi drög að umsögn um athugasemdir samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umferðaröryggisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202311243Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umferðaröryggisáætlun Múlaþings sem umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 16.12.2024 og vísaði m.a. til heimastjórna í Múlaþingi til umsagnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fagnar fyrirliggjandi umferðaröryggisáætlun sem byggir á íterlegri greiningu og fjölda tillagna til úrbóta og telur hana mikilvæga til að vinna að auknu öryggi gangandi sem og hjólandi eða akandi íbúa og gesta sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn vegna gerðar aðalskipulags Múlaþings 2025 til 2045. Málið var á dagskrá síðasta fundar heimastjórnar en var þá vísað til næsta fundar til frekari umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemd við greinargerð um aðalskipulagið að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Sveitarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 202301120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt af ábendingum og athugasemdum frá íbúum sveitarfélagsins sem fram komu á sveitarstjórnarbekknum 14.desember 2024, á Jólakettinum, og varðar snjóhreinsun, sorphirðu, hálkuvarnir og atvinnumál í sveitarfélaginu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við byggðaráð að skoðaður verði stuðningur sveitarfélagsins við nýsköpun í atvinnulífi í Múlaþingi og hvernig honum verði best fyrirkomið.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að halda íbúafund og upplýsa um stöðu og fyrirkomulag sorphreinsunar og vetrarþjónustu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Yfirlýsing vegna ábúendakaupa á Rauðholti Hjaltastáðaþinghá

Málsnúmer 202501076Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Sigbirni Óla Sævarssyni, dagsettur 8. janúar 2025, þar sem óskað er eftir yfirlýsingu sveitarfélagsin vegna ábúendakaupa á Rauðholti, samkvæmt 36. grein Jarðarlaga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir, í samræmi við 36. grein Jarðalaga nr. 81/2004 og A lið 48. greinar Samþykktar um stjórn Múlaþings, að ábúendur í Rauðholti, í Hjaltastaðaþinghá í Múlaþingi, þau Sigbjörn Óli Sævarsson og Þórunn Ósk Benediktsdóttir, hafa setið jörðina vel og mælir heimastjórn Fljótsdalshéraðs með því að þau fái jörðina keypta. Umræddir ábúendur eiga lögheimili í Rauðholti og hafa búið þar frá árinu 2002. Ábúendur stunda sauðfjárbúskap á jörðinni og ástand mannvirkja er gott.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?