Fara í efni

Sveitastjórnarþing Evrópuráðsins kallar eftir ungmennafulltrúum

Málsnúmer 202412040

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 34. fundur - 18.12.2024

Sveitastjórnarþing Evrópuráðsins kallar eftir ungmennafulltrúum frá öllum 46 aðildarríkjunum sem vilja taka þátt í átaksverkefninu "Rejuvenating Politics". Verkefnið var keyrt af stað árið 2014 og er markmið þess að efla þátttöku ungs fólks í þjóðlífinu og í ákvarðanatökuferli á sveitarstjórnarstigi.
Lagt fram til kynningar að Sveitastjórnarþing Evrópuráðs kalli eftir ungmennafulltrúum.

Einungis einn fulltrúi ungmennaráðs Múlaþings er með aldur til þátttöku.

Ungmennaráð samþykkir skráningu formanns ungmennaráðs til þátttöku.
Getum við bætt efni þessarar síðu?