Fara í efni

Sala Hreppstofu á Borgarfirði

Málsnúmer 202412084

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 137. fundur - 17.12.2024

Fyrir liggur minnisblað varðandi Hreppstofuna á Borgarfirði þar sem fram kemur m.a. að taka þurfi ákvörðun um framtíð húsnæðisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að húsnæði Hreppstofunnar á Borgarfirði verði sett í söluferli þar sem stjórnsýsluaðstöðu sveitarfélagsins hefur verið fyrirkomið í Fjarðarborg og notkun þessa húsnæðis í þágu sveitarfélagsins því verið lokið. Framkvæmda- og umhverfismálstjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 147. fundur - 18.03.2025

Fyrir fundinum liggur minnisblað frá staðgengli sveitastjóra á Borgarfirði eystri um framtíð Hreppsstofunnar á Borgarfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að bæta við kvöðum í sölusamning vegna Hreppsstofu á Borgarfirði þannig að kveðið verði á um að kaupandi þurfi að ráðast í endurbætur á húsinu innan ákveðinna tímamarka.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 150. fundur - 15.04.2025

Fyrir liggja fimm tilboð sem bárust í gömlu Hreppsstofuna á Borgarfirði.
Í upphafi þessa liðar vakti Ívar Karl Hafliðason athygli á vanhæfi sínu þar sem hann var einn tilbjóðenda. Vanhæfi Ívars var borið upp og samþykkt samhljóða og vék Ívar af fundi undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að taka hæsta tilboðinu sem barst í Hreppstofuna, sem kom frá DOS samsteypunni ehf og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga til samninga.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?