Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

150. fundur 15. apríl 2025 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir varamaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis-og framkvæmdamálastjóri kom inn og sat fundinn undir liðum 2,3 og 4.

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Þjónustumiðstöð, Djúpavogi

Málsnúmer 202504136Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá Hugrúnu Hjálmarsdóttur framkvæmda- og umhverfismálastjóra varðandi starfsemi þjónustumiðstöðvar og hafnar innan þéttbýlismarka á Djúpavogi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð tekur undir nauðsyn þess að finna varanlegt húsnæði fyrir starfsemi þjónustumiðstöðvar og hafnar á Djúpavogi og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að halda áfram að vinna að því að nýbygging rísi undir starfsemina.

Samþykkt með þremur atkvæðum, einn sat hjá (HHÁ) einn var á móti (ÁHB).

3.Beiðni um afnot af landi í eigu Múlaþings.

Málsnúmer 202503223Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að leigusamningi við hestamannafélagið Glampa að landi fyrir hesta, norðan þjóðvegar við Djúpavog.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning við hestamannafélagið Glampa á Djúpavogi varðandi afnot af landi Múlaþings, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Sala Hreppstofu á Borgarfirði

Málsnúmer 202412084Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fimm tilboð sem bárust í gömlu Hreppsstofuna á Borgarfirði.
Í upphafi þessa liðar vakti Ívar Karl Hafliðason athygli á vanhæfi sínu þar sem hann var einn tilbjóðenda. Vanhæfi Ívars var borið upp og samþykkt samhljóða og vék Ívar af fundi undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að taka hæsta tilboðinu sem barst í Hreppstofuna, sem kom frá DOS samsteypunni ehf og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga til samninga.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Landsbankinn lokar á Seyðisfirði

Málsnúmer 202503194Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur bókun heimastjórnar Seyðisfjarðar dags. 03.04.2025. er varðar lokun Landsbankans á Seyðisfirði og er svohljóðandi:

Heimastjórn Seyðisfjarðar mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun útibús Landsbanka Íslands á Seyðisfirði.
Það er ólíðandi að banki í eigu hins opinbera skuli ekki leita allra leiða til að halda úti þjónustu á landinu öllu.
Fjölmörg störf í bankaþjónustu þurfa ekki að vera bundin við staðsetningu og því er vel hægt að færa verkefni bankans sem vinna má í fjarvinnu, út á land, til að styrkja þau útibú sem eru til staðar og jafnvel fjölga stöðugildum á landsbyggðinni frekar en að fækka þeim.

Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa starfsfólk í vinnu við hin ýmiss verkefni, jafnvel í öðrum löndum í gegnum fjarvinnu og ætti Landsbankinn að horfa til þess að styrkja stoðir sínar út um land allt í stað þess að setja alla starfsemi á einn stað á landinu. Heimastjórn vísar málinu til byggaðaráðs til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð tekur undir bókun heimastjórnar Seyðisfjarðar og lýsir yfir vonbrigðum með lokun útibús Landsbankans á Seyðisfirði. Þá er vert að beina því til banka sem er í eigu ríkisins að ákveðnar skyldur hvíli á slíkri stofnun þegar kemur að jöfnu aðgengi íbúa landsins að þjónustu bankans. Byggðaráð hvetur einnig Landsbankann til að skoða af alvöru þau tækifæri sem felast í því að halda úti fjölbreyttri þjónustu um allt land í stað þess að flest störfin safnist saman á einn stað. Byggðaráð Múlaþings hvetur Landsbankann til að marka sér landsbyggðarstefnu og auglýsa fjölbreytt störf á vegum bankans á landsbyggðinni og gefa þannig vel menntuðu fólki tækifæri á að sinna margvíslegum störfum á vegum bankans í hinum dreifðari byggðum.
Sveitastjóra falið að fylgja málinu eftir við bankastjóra Landsbankans og fjármálaráðuneytið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202104294Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi milli Fuglaverndar og Múlaþings um skiptingu tekna og kostnaðar vegna Hafnarhólma á Borgarfirði.

Formaður heimastjórnar Borgarfjarðar og fulltrúi sveitarstjóra á Borgarfirði hafa unnið að samningsdrögunum með stjórn Fuglaverndar. Lagt er til að byggðaráð samþykki samninginn.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög milli Fuglaverndar og Múlaþings varðandi skiptingu tekna og kostnaðar vegna Hafnarhólma á Borgarfirði. Sveitastjóra falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Fagráð Minjasafn Austurlands

Málsnúmer 202504061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun stjórnar Minjasafns Austurlands dags. 28.03.2025 þar sem fráfarandi stjórn beinir því til byggaðráðs að skipa fulltrúa í fagráð Minjasafns Austurlands sem fyrst.
Í vinnslu.

8.Fundagerðir Austurbrúar 2025

Málsnúmer 202502070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundagerð stjórnar Austurbrúar, dags.18.mars 2025.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundagerðir SSA 2025

Málsnúmer 202502071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundagerð stjórnar SSA, dags.18.03.2025.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundagerðir stjórnar Tækniminjasafns Austurlands 2025

Málsnúmer 202503227Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundagerð stjórnar Tækniminjasafns Austurlands, dags. 03.04.2025.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502016Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundagerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14,19 og 20.04.2025.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, SSKS 2025

Málsnúmer 202501154Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundagerð, stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags.12.03.2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?