Fara í efni

Erindi frá sveitarstjórnarbekknum vegna aðstoðar við eldri borgara varðandi upplýsingar um réttindi

Málsnúmer 202501027

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 122. fundur - 21.01.2025

Fyrir fundinum liggur erindi frá sveitarstjórnarbekknum þann 14.12.2024 frá Jóhanni Gísla Jóhannssyni er varðar aðstoð við rétt á eftirlaunum og lífeyrisrétti o.fl. Hvert eiga eldri borgarar að leita.
Fjölskylduráð þakkar Jóhanni Gísla Jóhannssyni fyrir spurningar og bendir á að hægt er að fá upplýsingar um réttindi er varða eftirlaun og/eða ellilífeyri hjá Tryggingarstofnun ríkisins eða umboðsmönnum hans á sýsluskrifstofum víðs vegar um landið. Einnig eru upplýsingar um réttindi á mínum síðum á island.is. Hægt er að afla upplýsinga um réttindi hjá þeim lífeyrissjóðum sem einstaklingar greiða í. Fjölskylduráð bendir einnig á að hægt sé að óska eftir félagslegri ráðgjöf hjá félagsþjónustu Múlaþings þar sem ráðgjafi aðstoðar einstaklinga við að afla upplýsinga er varða réttindi og fleira. Félagsmálastjóra er falið að svara erindinu. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?