Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

122. fundur 21. janúar 2025 kl. 12:30 - 14:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Aðalheiður Árnadóttir verkefnastjóri í félagslegri ráðgjöf og stuðningi
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Anna Alexandersdóttir verkefnastjóri í barna- og fjölskylduvernd
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Árnadóttir verkefnastjóri í félagslegri ráðgjöf og stuðningi

1.Mannauðsmál á Fjölskyldusviði

Málsnúmer 202501162Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri greinir ráðinu frá tímabundnum breytingum á Fjölskyldusviði.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, gerði grein fyrir tímabundnum breytingum á fjölskyldusviði vegna fjarveru félagsmálastjóra.

2.Akstur heimsends matar

Málsnúmer 202501160Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur minnisblað vegna útkeyrslu á matarbökkum.
Fyrir liggur að Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum hefur sagt upp akstri á heimsendum mat um helgar á Egilsstöðum og í Fellabæ. Fjölskylduráð felur Félagsmálastjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Beiðni um styrk fyrir námskeið fyrir eldri borgara í tækjasal

Málsnúmer 202501150Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur minnisblað vegna beiðni félags eldri borgara um styrk vegna líkamsræktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni frá eldri borgurum varðandi líkamsrækt á Egilsstöðum. Beiðnin er samþykkt sem tilraunaverkefni til heilsueflingar eldri borgara. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Beiðni um þáttöku í rannsókn á áhættuþáttum sjálfsvíga á Íslandi á árunum 2000-2022

Málsnúmer 202501159Vakta málsnúmer

Fyrir fundi fjölskylduráðs liggur til kynningar erindi er varðar beiðni til barnaverndarþjónustu um þátttöku í rannsókn á vegum Embættis landlæknis.
Lagt fram til kynningar.

5.Erindi frá sveitarstjornarbekknum, húsnæði í Selbrún

Málsnúmer 202501007Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur erindi frá sveitarstjórnarbekknum þann 14.12.2024 frá Margréti Ingu Guðmundsdóttur vegna húsnæðis í Selbrún. Erindinu hefur þegar verið komið á framfæri til Brákar sem er húseigandi.
Fjölskylduráð þakkar Margréti Ingu Guðmundsdóttur fyrirspurnina frá sveitarstjórnarbekknum þann 14. desember síðastliðinn vegna húsnæðis að Selbrún. Erindinu verður komið til Brákar íbúðafélags. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Erindi frá sveitarstjórnarbekknum vegna aðstoðar við eldri borgara varðandi upplýsingar um réttindi

Málsnúmer 202501027Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur erindi frá sveitarstjórnarbekknum þann 14.12.2024 frá Jóhanni Gísla Jóhannssyni er varðar aðstoð við rétt á eftirlaunum og lífeyrisrétti o.fl. Hvert eiga eldri borgarar að leita.
Fjölskylduráð þakkar Jóhanni Gísla Jóhannssyni fyrir spurningar og bendir á að hægt er að fá upplýsingar um réttindi er varða eftirlaun og/eða ellilífeyri hjá Tryggingarstofnun ríkisins eða umboðsmönnum hans á sýsluskrifstofum víðs vegar um landið. Einnig eru upplýsingar um réttindi á mínum síðum á island.is. Hægt er að afla upplýsinga um réttindi hjá þeim lífeyrissjóðum sem einstaklingar greiða í. Fjölskylduráð bendir einnig á að hægt sé að óska eftir félagslegri ráðgjöf hjá félagsþjónustu Múlaþings þar sem ráðgjafi aðstoðar einstaklinga við að afla upplýsinga er varða réttindi og fleira. Félagsmálastjóra er falið að svara erindinu. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Söfnun Fjölskylduhjálpar Íslands

Málsnúmer 202501019Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Fjölskylduhjálp Íslands þar sem óskað er eftir fjárstuðningi.
Fjölskylduráð Múlaþings getur ekki orðið við beiðninni og er þeim óskað velfarnaðar í störfum sínum. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2025

Málsnúmer 202410232Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur húsnæðisáætlun Múlaþings til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?