Fara í efni

Umsókn um stofnun lóðar við Hólalandsveg, Borgarfjörður

Málsnúmer 202501049

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 138. fundur - 20.01.2025

Fyrir liggur erindi frá eigendum óskráðs hesthúss í útjaðri þéttbýlis á Borgarfirði þar sem óskað er eftir því að fá stofnaða lóð í kringum mannvirkið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt gögnum sveitarfélagsins, sem er óundirritaður erfðafestusamningur um ræktunarland frá 1968, var ekki heimilt að byggja mannvirki á reitnum og því um óleyfisframkvæmd að ræða.
Á þeirri forsendu, auk þess að grunninnviðir (gatna- og veitukerfi) til stofnunar og úthlutunar lóðar á þessum stað eru ekki fullnægjandi, getur umhverfis- og framkvæmdaráð ekki fallist á erindið.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?