Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

138. fundur 20. janúar 2025 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Innsent erindi, áskorun um stöðvun framkvæmda við Slökkvistöðina á Djúpavogi

Málsnúmer 202501062Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðsstjóri sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá Þóri Stefánssyni, dags. 08.01.25, þar sem skorað er á sveitarfélagið að stöðva þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á slökkvistöð Djúpavogs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar málsaðila fyrir erindið og vill upplýsa um málið og forsendur ákvörðunar um viðgerðir á núverandi húsnæði.
Byggðaráð samþykkti í mars 2021 erindisbréf fyrir starfshóp um aðstöðu fyrir viðbragðsaðila á Djúpavogi. Starsfhópurinn starfaði árið 2022-3 og vann meðal annars að greiningu að stærð húsnæðis. Í febrúar 2024 dró síðan björgunarsveitin Bára og Djúpavogsdeild Rauða Kross Íslands sig úr verkefninu sökum áætlaðs kostnaðar við bygginguna og lauk þar með vinnu starfshópsins. Feril málsins má rekja undir málsnúmerinu 202012171.

Vorið 2024 sótti Múlaþing um styrk í Fiskeldissjóð fyrir alls 145 milljónum sem áttu að standa undir kaupum og viðgerðum á áhaldahúsi og viðgerðum á Slökkvistöðinni. Í umsókninni kom m.a. eftirfarandi fram að húsnæði slökkviliðsins sé komið til ára sinna og að það sé komin töluverð uppsöfnuð viðhaldsþörf bæði að utan og innan. Áætlaður kostnaður við viðgerðir á slökkvistöð sem fram kemur í umsókn til Fiskeldissjóðs eru um 60 milljónir. Fiskeldissjóður veitti Múlaþingi eingöngu 39,6 milljónir til beggja verkefna. Í framhaldi styrkveitingar var lögð fram tillaga um nýtingu styrksins í viðhald á slökkvistöðinni á 121. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs í júlí 2024 og var það samþykkt af ráðinu. Feril umsóknar og má rekja undir málsnúmerinu 202402192.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á 132. fundi sínum í nóvember tilboð lægstbjóðanda í verkið. Feril umsóknar og má rekja undir málsnúmerinu 202410061.
Bent er á að tillögur að þeim breytingum á húsnæði sem nú er unnið að voru unnar með slökkviliðsstjórum auk starfsmanna slökkviliðsins á Djúpavogi.
Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar því erindi málsaðila enda eru ekki forsendur til byggingar sameiginlegrar björgunarmiðstöðvar eftir að samstarfsaðilar drógu sig úr samstarfinu.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Haraldur Geir Eðvaldsson
  • Ingvar Birkir Einarsson

2.Sveitarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 202301120Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ábendingar og athugasemdir er komu fram á sveitarstjórnarbekknum 14. desember 2024 og beint var til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi svör við athugasemdum og felur sveitarstjóra að sjá til þess að þeim er lögðu fram erindi verði svarað.

Samþykkt samhljóða.

3.Umsókn um stofnun lóðar við Hólalandsveg, Borgarfjörður

Málsnúmer 202501049Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá eigendum óskráðs hesthúss í útjaðri þéttbýlis á Borgarfirði þar sem óskað er eftir því að fá stofnaða lóð í kringum mannvirkið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt gögnum sveitarfélagsins, sem er óundirritaður erfðafestusamningur um ræktunarland frá 1968, var ekki heimilt að byggja mannvirki á reitnum og því um óleyfisframkvæmd að ræða.
Á þeirri forsendu, auk þess að grunninnviðir (gatna- og veitukerfi) til stofnunar og úthlutunar lóðar á þessum stað eru ekki fullnægjandi, getur umhverfis- og framkvæmdaráð ekki fallist á erindið.

Samþykkt samhljóða.

4.Auglýsing um umferð í Múlaþingi

Málsnúmer 202102223Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um hámarkshraða í 4 þéttbýliskjörnum í Múlaþingi ásamt tillögum að breytingum á honum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn frá heimastjórnum sveitarfélagsins um fyrirliggjandi tillögur og felur jafnframt framkvæmda- og umhverfismálastjóra að bera þær undir Vegagerðina.
Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

5.Ósk um umsögn, Mat á umhverfisáhrifum, Geitdalsárvirkjun

Málsnúmer 202203079Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar umhverfismatsskýrsla vegna Geitdalsárvirkjunar en umsögnum skal skilað í Skipulagsgátt (mál nr. 0037/2025) fyrir þann 22. febrúar næst komandi.
Skýrslan mun liggja frammi á opnu húsi á vegum framkvæmdaraðila, Geitdalsárvirkjun ehf., sem haldið verður 30. janúar kl.16:00-19:00 við Miðvang 31 á Egilsstöðum (gamli Blómabær).

Í samræmi við 3. gr. viðauka I í samþykkt um stjórn Múlaþings eru það heimastjórnir sem veita umsagnir í tengslum við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda- og áætlana. Umsögn verður afgreidd á næsta fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.
Lagt fram til kynningar.

6.Framtíð landvörslu á Víknaslóðum

Málsnúmer 202501052Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Framlögð til kynningar greinargerð Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóð Borgarfjarðar eystri um framtíð og ábyrgð Víknaslóða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar erindið og telur brýnt að fundin verði varanleg lausn á landvörslu á Víknaslóðum til framtíðar. Verkefnastjóra umhverfismála og starfsmanni heimastjórnar falið að vinna málið áfram í samráði við formann ráðsins og sveitarstjóra.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

7.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Fyrir liggja bókanir frá heimastjórn Djúpavogs og sveitarstjórn þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að skoða hvort nýta eigi heimild til að taka þátt í helmingskostnaði við vetrarþjónustu á Öxi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að gera drög að verklagi við kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í vetrarþjónustu á Axarvegi.

Samþykkt samhljóða.

8.HEF veitur, staða verkefna

Málsnúmer 202211274Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri og verkefnastjóri HEF veitna kynna stöðu verkefna og fara yfir 3-5 ára fjárfestingaráætlun fyrirtækisins.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Aðalsteinn Þórhallsson
  • Védís Vaka Vignisdóttir

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?