- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar málsaðila fyrir erindið og vill upplýsa um málið og forsendur ákvörðunar um viðgerðir á núverandi húsnæði.
Byggðaráð samþykkti í mars 2021 erindisbréf fyrir starfshóp um aðstöðu fyrir viðbragðsaðila á Djúpavogi. Starsfhópurinn starfaði árið 2022-3 og vann meðal annars að greiningu að stærð húsnæðis. Í febrúar 2024 dró síðan björgunarsveitin Bára og Djúpavogsdeild Rauða Kross Íslands sig úr verkefninu sökum áætlaðs kostnaðar við bygginguna og lauk þar með vinnu starfshópsins. Feril málsins má rekja undir málsnúmerinu 202012171.
Vorið 2024 sótti Múlaþing um styrk í Fiskeldissjóð fyrir alls 145 milljónum sem áttu að standa undir kaupum og viðgerðum á áhaldahúsi og viðgerðum á Slökkvistöðinni. Í umsókninni kom m.a. eftirfarandi fram að húsnæði slökkviliðsins sé komið til ára sinna og að það sé komin töluverð uppsöfnuð viðhaldsþörf bæði að utan og innan. Áætlaður kostnaður við viðgerðir á slökkvistöð sem fram kemur í umsókn til Fiskeldissjóðs eru um 60 milljónir. Fiskeldissjóður veitti Múlaþingi eingöngu 39,6 milljónir til beggja verkefna. Í framhaldi styrkveitingar var lögð fram tillaga um nýtingu styrksins í viðhald á slökkvistöðinni á 121. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs í júlí 2024 og var það samþykkt af ráðinu. Feril umsóknar og má rekja undir málsnúmerinu 202402192.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á 132. fundi sínum í nóvember tilboð lægstbjóðanda í verkið. Feril umsóknar og má rekja undir málsnúmerinu 202410061.
Bent er á að tillögur að þeim breytingum á húsnæði sem nú er unnið að voru unnar með slökkviliðsstjórum auk starfsmanna slökkviliðsins á Djúpavogi.
Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar því erindi málsaðila enda eru ekki forsendur til byggingar sameiginlegrar björgunarmiðstöðvar eftir að samstarfsaðilar drógu sig úr samstarfinu.
Samþykkt samhljóða.