Fara í efni

Lagfæring á vegi að Sænautaseli

Málsnúmer 202501173

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 55. fundur - 06.02.2025

Fyrir liggur minnisblað um ástand vegar meðfram Sænautavatni að Sænautaseli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að vinna að lagfæringum á vegkafla meðfram Sænautavatni í samvinnu við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 140. fundur - 17.02.2025

Fyrir liggur bókun frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að vinna að lagfæringum á vegkafla meðfram Sænautavatni í samvinnu við Vegagerðina.
Um er að ræða vegkafla sem tilheyrir Brúarvegi (F907) en hann er skilgreindur sem landsvegur og því hluti af þjóðvegakerfinu og þar með á forræði Vegagerðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum Vegagerðarinnar er unnið að því að tryggja fjármögnum vegna viðhalds á þessum vegi. Þeim upplýsingum og áætluðu viðhaldi fagnar umhverfis- og framkvæmdaráð.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?