Málsnúmer 202412125Vakta málsnúmer
Fyrir liggja gögn vegna samfélagsverkefna heimastjórna Múlaþings.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 13.1.2025 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir óbreytt fyrirkomulag og skiptingu fjármuna frá fyrra ári. Heimastjórnir Borgarfjarðar, Djúpavogs og Seyðisfjarðar fá 2 milljónir hver til umráða og heimastjórn Fljótsdalshéraðs 4 milljónir.
Ráðið hvetur heimastjórnir til að leita eftir samstarfi við grunnskólanemendur um hugmyndir að verkefnum.
Samþykkt samhljóða.