Fara í efni

Umhverfishönnun, Seyðisfjörður, umhverfis Lónið

Málsnúmer 202502044

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 61. fundur - 09.10.2025

Fyrir lá erindi frá Aðalheiði Borgþórsdóttur dags. 17.09.sl. um slæmt ástand hleðslunnar á Lóninu og nærumhverfi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn tekur undir að ástand hleðslunnar á Lóninu er orðið lélegt, á köflum hættulegt og þarfnast viðgerðar. Heimastjórn vísar erindinu til umfjöllunar, annarsvegar til hafnarstjórnar er varðar hleðsluna og hins vegar til umhverfis- og framkvæmdaráðs er varðar umhverfi Lónsins og ástand Norðurgötunnar.
Heimastjórn bendir á að bæði þessi verkefni hafa ítrekað verið í forgangi á verkefnalista heimastjórnar, einnig hefur heimastjórn viljað koma þeim í fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 165. fundur - 27.10.2025

Fyrir liggur bókun frá heimastjórn Seyðisfjarðar, dags. 9. október 2025, þar sem erindi frá Aðalheiði Borgþórsdóttur, dags. 17. september 2025, um slæmt ástand hleðslunnar umhverfis Lónið og nærumhverfi þess er vísað til ráðsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að kynna stöðu mála fyrir heimastjórn.

Samþykkt samhljóma.
Getum við bætt efni þessarar síðu?