Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

61. fundur 09. október 2025 kl. 09:00 - 12:05 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði

1.Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Í ljósi frétta af stöðu atvinnumála á Seyðisfirði í kjölfar uppsagna á vegum SVN tók heimastjórn til umræðu stöðu atvinnumála á Seyðisfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að SVN hefur ákveðið að leggja Gullver NS12, minnir heimastjórn á tillögur samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði sem kynntar voru í apríl 2024. Mikilvægt er að vinna SVN og Múlaþings varðandi þessi verkefni haldi áfram með það að markmiði að þau raungerist. Starfsmanni falið að koma þessu á framfæri við sveitarstjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


2.Umhverfishönnun, Seyðisfjörður, umhverfis Lónið

Málsnúmer 202502044Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Aðalheiði Borgþórsdóttur dags. 17.09.sl. um slæmt ástand hleðslunnar á Lóninu og nærumhverfi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn tekur undir að ástand hleðslunnar á Lóninu er orðið lélegt, á köflum hættulegt og þarfnast viðgerðar. Heimastjórn vísar erindinu til umfjöllunar, annarsvegar til hafnarstjórnar er varðar hleðsluna og hins vegar til umhverfis- og framkvæmdaráðs er varðar umhverfi Lónsins og ástand Norðurgötunnar.
Heimastjórn bendir á að bæði þessi verkefni hafa ítrekað verið í forgangi á verkefnalista heimastjórnar, einnig hefur heimastjórn viljað koma þeim í fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Tjaldsvæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202108124Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað og bókun frá byggðaráði dags.07.10.sl þar sem óskað var umsagna heimastjórnar um málefni tjaldsvæðisins á Seyðisfirði. Alda Marín Kristinsdóttir verkefnastjóri atvinnumála sat fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þökkum við Öldu Marín fyrir komuna og yfirferðina á hugsanlegu breyttu fyrirkomulagi rekstrar tjaldsvæðanna í Múlaþingi.
Heimastjórn leggur til að farin verði leið a) sem rætt er um í minnisblaðinu vegna reksturs tjaldsvæðisins Seyðisfirði á næsta ári.
Jafnramt leggur heimastjórn ríka áherslu á að strax verði tekin ákvörðun um framtíðarstaðsetningu tjaldsvæðisins og hún tryggð í skipulagi svo hægt verði að taka nýtt tjaldsvæði í notkun árið 2027. Heimastjórn telur skynsamlegt að bíða með ákvörðun um rekstrarform tjaldsvæðisins þar til endanleg staðsetning liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Almenningsbókasöfn í Múlaþingi

Málsnúmer 202506266Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi. Málið var á dagskrá byggðaráðs 16. september síðastliðinn. Á fundinn undir þessum lið mætir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, deildarstjóri menningarmála og kynnir tillögurnar.
Heimastjórn þakkar Elsu fyrir góða kynningu og fagnar framkomnum áformum um fyrirkomulag á rekstri bókasafna Múlaþings.

5.Fundir Heimastjórnar Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202010617Vakta málsnúmer

Breyting á tímasetningu á heimastjórnafundi í nóvember nk.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn samþykkir að færa næsta fund til miðvikudagsins 5.nóvember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Íbúafundur heimastjórnar Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202209057Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að ákveða fyrirkomulag og dags. næsta íbúafundar heimastjórnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn stefnir á að hafa íbúafund 28.október næstkomandi. Starfsmanni falið að undirbúa og auglýsa fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Baugur Bjólfs: Hið glæsilega mannvirki Baugur Bjólfs sem MVA byggingarverktakar hafa unnið svo snyrtilega og vel að síðustu tvö ár er nú lokið. Einhver frágangur og jarðvinna er eftir, sem og bílastæði. Stefnt er að gera sem mest af frágangi núna í haust. Verið er að skoða leiðir til að fjármagna lagfæringar á veginum að bílastæðinu, sem og göngustígnum frá bílastæðinu að Bjólfinum. Mjög vel hefur tekist til með þetta verkefni og verktökum hrósað fyrir hvernig til hefur tekist m.a að láta bauginn falla mjög vel inn í umhverfið.

Íþrótta og tómstundastyrkir: Enn er hægt að sækja um íþrótta- og tómstundastyrki Múlaþings og er umsóknarfrestur til og með 15. október nk. Veittir eru styrkir til einstaklinga, hópa, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana til íþrótta- og tómstundatengdra verkefna.

Menningastyrkir: Frestur til að sækja um styrki í seinni úthlutun menningarstyrkja Múlaþings rann út 31. ágúst sl. Til úthlutunar þetta haustið voru 2.075.000 kr. Hæstu styrkir námu að þessu sinni 250.000 kr og lægsti 60.000 kr. Menningarstyrkir sem tengdust Seyðisfirði og fengu úthlutun voru:
Arndís Ýr Hansdóttir - Nafn verkefnis: Flat Earth Film Festival 2025 180.000 kr.
Jafet Bjarkar Björnsson - Nafn verkefnis: Yoga Moves - Klifurfestival á Seyðisfirði 2026 90.000 kr.
Katla Rut Pétursdóttir - Nafn verkefnis: Skáldasuð - Systrahátíðin Skáldaþing 250.000kr.
Linus Lohmann - Nafn verkefnis: Einkasýning í Sláturhúsinu í október 2025 210.000 kr
Skaftfell - Nafn verkefnis: Skaftfell- tilurðarsaga 200.000 kr.
Tækniminjasafn Austurlands - Nafn verkefnis: Afturgöngur í Vjelsmiðjunni 200.000 kr.

Fundi slitið - kl. 12:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?