Fara í efni

Sumarlokun skrifstofa Múlaþings 2025

Málsnúmer 202502087

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 144. fundur - 25.02.2025

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra Múlaþings vegna sumarlokunar á skrifstofum Múlaþings. Fyrirkomulagið verður með sama hætti og undanfarin ár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að sumarlokun á skrifstofum Múlaþings verði með eftirfarandi hætti:
Skrifstofur á Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi verði lokaðar frá og með mánudeginum 7. júlí og til og með föstudeginum 1. ágúst.
Skrifstofa sveitarfélagsins á Egilsstöðum verði lokuð frá og með mánudeginum 21. júlí og til og með föstudeginum 1. ágúst.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Sveitarstjórn Múlaþings - 59. fundur - 11.06.2025

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs þann 25.02.2025 auk minnisblaðs frá skrifstofustjóra varðandi sumarlokun skrifstofa Múlaþings 2025. Fyrirkomulagið verður með sama hætti og undanfarin ár.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að sumarlokun á skrifstofum Múlaþings verði með eftirfarandi hætti: Skrifstofur á Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi verði lokaðar frá og með mánudeginum 7. júlí og til og með föstudeginum 1. ágúst. Skrifstofa sveitarfélagsins á Egilsstöðum verði lokuð frá og með mánudeginum 21. júlí og til og með föstudeginum 1. ágúst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?