Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

144. fundur 25. febrúar 2025 kl. 08:30 - 10:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Björn Ingimarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Ársreikningur Múlaþings 2024

Málsnúmer 202502162Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri kynnti stöðuna á vinnu við gerð ársreiknings.

3.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tilboð í Hafnargötu 11 - Gamla ríkið sem opnuð voru með formlegum hætti miðvikudaginn 22. janúar 2025. Inn á fundinn undir þessum lið tengdust Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri og Björn Ingimarsson fráfarandi sveitastjóri.

Í vinnslu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 09:05

4.Reglur um leyfisveitingar Múlaþings sem landeiganda

Málsnúmer 202501241Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að reglum um leyfisveitingar Múlaþings, sem umráðanda lands, í tengslum við útgáfu stöðuleyfa lausafjármuna.
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um leyfisveitingar Múlaþings sem umráðanda lands og felur starfsmanni umhverfis- og framkvæmdasviðs að koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 09:20

5.Sumarlokun skrifstofa Múlaþings 2025

Málsnúmer 202502087Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra Múlaþings vegna sumarlokunar á skrifstofum Múlaþings. Fyrirkomulagið verður með sama hætti og undanfarin ár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að sumarlokun á skrifstofum Múlaþings verði með eftirfarandi hætti:
Skrifstofur á Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi verði lokaðar frá og með mánudeginum 7. júlí og til og með föstudeginum 1. ágúst.
Skrifstofa sveitarfélagsins á Egilsstöðum verði lokuð frá og með mánudeginum 21. júlí og til og með föstudeginum 1. ágúst.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


6.Fagráðstefna skógræktar á Hótel Hallormsstað

Málsnúmer 202502130Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Þór Þorfinnssyni fyrir hönd Fagráðstefnu skógræktar þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið styðji ráðstefnuna með fjárframlagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að styrkja Fagráðstefnu skógræktar á Hótel Hallormsstað um 100.000 kr.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Aðalfundur Lánsjóðs Sveitarfélaga 20.03.2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem óskað er eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnarsetu hjá Lánasjóðnum.

Lagt fram til kynningar.

8.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502092Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á XL. landsþing Sambandsins sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 20. mars. Til þingsins er boðið kjörnum landsþingsfulltrúum sem jafnframt hafa atkvæðisrétt.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir stjórnar HEF 2025

Málsnúmer 202501201Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF, dags. 11. febrúar 2025

Lagt fram til kynningar

10.Fundagerðir stjórnar, Minjasafn Austurland 2025

Málsnúmer 202501236Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, dags. 19. febrúar 2025

Lagt fram til kynningar

11.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. janúar 2025

Lagt fram til kynningar

12.Fundagerðir SSA 2025

Málsnúmer 202502071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar SSA, dags. 17. febrúar 2025

Lagt fram til kynningar

13.Fundagerðir Austurbrúar 2025

Málsnúmer 202502070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Austurbrúar, dags. 17. febrúar 2025

Lagt fram til kynningar

14.Stjórn SSKS fagnar yfirlýsingu ráðherra

Málsnúmer 202502126Vakta málsnúmer

Samtök orkusveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum sendu frá sér eftirfarandi bókun:
“Samtök orkusveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum fagna því að umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra hefur lagt fram frumvarp til að eyða lagalegri óvissu um leyfisveitingar til vatnsaflsvirkjana. Samtökin telja það ekki þola bið að tryggja nægt framboð grænnar orku um allt land á ásættanlegu verði fyrir almenning og fyrirtæki. Ráðast þarf í nauðsynlegar lagabreytingar og einfalda stjórnsýslu til að rjúfa kyrrstöðu sem alltof lengi hefur verið í orkumálum. Samtökin fagna yfirlýsingum ráðherra um að slíkar breytingar séu í farvatninu og leggja áherslu á að lagabreytingar sem frumvarpið felur í sér verði afgreitt með flýtimeðferð af hálfu Alþingis.
Samtökin munu skila sameiginlegri umsögn um málið í næstu viku.“

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir bókun frá Samtökum orkusveitarfélaga og sveitarfélaga á köldum svæðum og hvetur ráðherra umhverfis,- orku- og loftslagsmála til að ráðast sem fyrst í nauðsynlegar lagabreytingar svo rjúfa megi kyrrstöðu í orkumálum. Þá vill Byggðaráð ítreka þá afstöðu sína að mikilvægt er að tryggja sanngjarna hlutdeild í tekjum af orkumannvirkjum til nærsamfélags.

Samþykkt með 4 atkvæðum, einn á móti (HHÁ)

Helgi Hlynur Ásgrímsson fulltrúi VG lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tek ekki undir ofangreinda bókun að neinu leyti og hafna innihaldi hennar að fullu. Ég felst ekki á að það sé orkuskortur á Íslandi þó framboðið nái ekki að uppfylla allan þann orkuþorsta sem uppi er. Það er auk þess ekkert sem bendir til að þó við stíflum allar ár og læki og setjum upp vindmillur í öllum fjöllum landsins að það muni seðja þorsta orkukapítalistanna. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum ættum frekar að krefja orkumálaráðherra um að stöðva verðhækkanir á orku til heimila í landinu og smærri og meðalstórra íslenskra fyrirtækja sem hefur ekkert með framboð orku að gera heldu kauphallarfyrirkomulag með sölu raforku. Það að íslensk heimili séu látinn keppa við erlend orkufrek gagnaver á uppboðsmarkaði með raforku stappar nærri sturlun.



15.Samráðsgátt. Gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga kynntar í samráðsgátt

Málsnúmer 202303086Vakta málsnúmer

Fyrir liggja í samráðsgátt stjórnvalda til kynningar gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins auk þess að umgjörð sjóðsins endurspegli og fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar.

Eftirfarandi tillag lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings ítrekar fyrri afstöðu sína sem fram kom í umsögn þess 28. mars. 2023, um regluverk Jöfnunarsjóðsins sem þá lá fyrir í Samráðsgátt. Byggðaráð fagnar því að nú er lögð aukin áhersla á að jöfnunarlíkanið styðji við sveitarfélög sem hafa stór þjónustusóknarsvæði og fjölbreytt byggðamynstur og hafa af þeim sökum miklar og flóknar útgjaldaþarfir. Byggðaráð telur frumvarpið styðja við þróun sveitarstjórnarstigsins og sjálfbærni þess. Byggðaráð er sammála því sem fram kemur í 13. grein frumvarpsdraganna um að vannýting útsvars leiði til lækkunar framlaga úr Jöfnunarsjóði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?