Fara í efni

Beiðni um fjárframlag til félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði 2025

Málsnúmer 202503040

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 130. fundur - 22.04.2025

Fyrir liggur erindi frá félagi eldri borgara á Fljótsdalshéraði varðandi umsókn um framlag af fjárhagsáætlun Múlaþings vegna ársins 2025.
Ekki er gert ráð fyrir auknu fjárframlagi til félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði árið 2025 en málið verður tekið aftur upp við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 143. fundur - 21.10.2025

Málið var tekið fyrir á 130. fundi fjölskylduráðs 22. apríl 2025 þar sem samþykkt var að málið yrði aftur tekið fyrir í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026.
Fjölskylduráð samþykkir að hækka framlag til Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði í 700.000 kr. fyrir árið 2026, í samræmi við stærð félagsins og umfang starfseminnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?