Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

143. fundur 21. október 2025 kl. 12:30 - 15:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Rannveig Þórhallsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Anna Alexandersdóttir félagsmálastjóri
  • Aðalheiður Árnadóttir deildastjóri í félagslegri ráðgjöf
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri

1.Erindi frá Austur líkamsrækt ehf, framtíðarstaða

Málsnúmer 202509216Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Gabríel Arnarssyni framkvæmdastjóra Austur líkamsrækt. Erindið lá fyrir 166. fund byggðaráðs 7. október 2025 og vísaði ráðið málinu til frekari vinnslu hjá fjölskylduráði.
Málinu frestað til 28. okt nk.

2.Samræming gjaldskráa íþróttamiðstöðva

Málsnúmer 202503128Vakta málsnúmer

Fulltrúi í fjölskylduráði hefur óskað eftir að ræða samræmingu gjaldskráa íþróttamiðstöðva og leggur til að málið verði tekið til umfjöllunar í fjölskylduráði. Málið var áður á dagskrá á 141. fundi fjölskylduráðs, 23. september 2025.
Fjölskylduráð telur ekki ástæðu til að endurskoða gjaldskránna að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Almenningsbókasöfn í Múlaþingi

Málsnúmer 202506266Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi. Málið var á dagskrá byggðaráðs 16. september síðastliðinn. Á fundinn undir þessum lið mætir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, deildarstjóri menningarmála og kynnir tillögurnar.
Lagt fram til kynningar.

4.Beiðni Rekstrarfélags Hattar vegna yfirtöku á rekstri Fellavallar

Málsnúmer 202509180Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Rekstrarfélagi Hattar dagsett 31. júlí 2025 vegna beiðni þeirra á yfirtöku á rekstri Fellavallar.
Málið áfram í vinnslu.

5.Beiðni um styrk til krabbameinsgreindra til sundiðkunar og líkamsræktar

Málsnúmer 202510039Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Krabbameinsfélagi Austfjarða og Krabbameinsfélagi Austurlands, dagsett 6. október 2025, um styrk til krabbameinsgreindra til sundiðkunar og líkamsræktar.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindi Krabbameinsfélaganna um styrk til sundiðkunar og líkamsræktar fyrir krabbameinsgreinda.
Ráðið telur mikilvægt að styðja við hreyfingu og endurhæfingu þeirra sem glíma við veikindi og felur starfsmanni að vinna málið áfram í samráði við félögin með það að markmiði að gera samning þess efnis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Beiðni um fjárframlag til félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði 2025

Málsnúmer 202503040Vakta málsnúmer

Málið var tekið fyrir á 130. fundi fjölskylduráðs 22. apríl 2025 þar sem samþykkt var að málið yrði aftur tekið fyrir í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2026.
Fjölskylduráð samþykkir að hækka framlag til Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði í 700.000 kr. fyrir árið 2026, í samræmi við stærð félagsins og umfang starfseminnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Gæludýr í félagslegum og almennum íbúðum í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202502111Vakta málsnúmer

Samkvæmt bókun fjölskylduráðs þann 22. apríl 2025 var starfsmanni félagsþjónustu falið að afla frekari gagna í máli nr. 202502111 er varðar gæludýr í félagslegum og almennum íbúðum í eigu Múlaþings.
Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti að gæludýrahald í félagslegum íbúðum sveitarfélagsins verði heimilað. Lagt er til að hunda- og kattahald og annað gæludýrahald verði leyft í samræmi við samþykkt Múlaþings þar um. Málinu er vísað til Umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Skýrsla sviðsstjóra fjölskyldusviðs

Málsnúmer 202510102Vakta málsnúmer

Skýrsla sviðsstjóra fjölskyldusviðs lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?