Fara í efni

Erindi, Ósamræmi í gjaldskrá á fæðisgjöldum milli grunnskóla í Múlaþingi

Málsnúmer 202503053

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 129. fundur - 01.04.2025

Fyrir liggur erindi frá Sigurveigu Gísladóttur fyrir hönd foreldarfélags grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla dagsett 10.03.2025, þar sem óskað er eftir samræmingu ávextagjalds í grunnskólum Múlaþings.
Fræðslustjóra er falið að kanna fyrirkomulagið í skólunum og hvort ávaxtagjald sem foreldrar greiða standi undir kostnaði vegna innkaupa á ávöxtum.

Málið áfram í vinnslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 131. fundur - 06.05.2025

Fyrir liggur erindi frá Sigurveigu Gísladóttur fyrir hönd foreldarfélags grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla dagsett 10.03.2025, þar sem óskað er eftir samræmingu ávaxtagjalds í grunnskólum Múlaþings. Málið hefur verið í vinnslu.
Fjölskylduráð þakka foreldrafélaginu fyrir erindið. Ráðið samþykkir að ávaxtagjaldið í Seyðisfjarðarskóla verði samræmt við ávaxtagjalda skóla á Héraði frá og með næsta skólaári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?