Fara í efni

Skreiðarhjallar L194732 Stöðuleyfi, notkun lands ekki í samræmi við samning

Málsnúmer 202504195

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 168. fundur - 24.11.2025

Í upphafi máls vakti Ásdís Hafrún Benediktsdóttir (ÁHB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir málsliðnum. ÁHB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar JB upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt með 6 af 7 atkvæðum, en ÁHB sat hjá, og vék ÁHB af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.

Fyrir liggur erindi frá Búlandstindi ehf. um að fá útgefinn lóðaleigusamning á lóð sem ber heitið Skreiðarhjallar (L194732), sem ætlunin er að nýta sem geymslusvæði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki úthlutað þessari tilteknu lóð sem geymslusvæði á þeim forsendum að það er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Ráðið bendir á lausar athafnalóðir við Víkurland í Gleðivík þar sem fyrirhuguð starfsemi gæti rúmast. Jafnframt er eigenda lausafjármunana bent á geymslusvæði fyrir gámá á Háaurum.

Samþykkt samhljóma.
Getum við bætt efni þessarar síðu?