Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

168. fundur 24. nóvember 2025 kl. 08:30 - 11:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Anna Margrét Jakobsd. Hjarðar þjónustufulltrúi skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jakobsdóttir Hjarðar þjónustufulltrúi skipulagsmála
Jörgen Sveinn Þorvarðarson, byggingafulltrúi, og Eggert Már Sigtryggsson, þjónustufulltrúi á umhverfis- og framkvæmdasviði, sitja fundinn undir lið 1.
Sóley Valdimarsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála, situr fundinn undir liðum 5-11.

1.Skýrsla HMS, Vegvísir að breyttu byggingareftirliti

Málsnúmer 202511108Vakta málsnúmer

Byggingafulltrúi og þjónustufulltrúi á umhverfis- og framkvæmdasviði sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur vegvísir frá HMS þar sem settar eru fram tillögur um breytt byggingareftirlit.
Lagt fram til kynningar.

2.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna janúar til júlí 2026

Málsnúmer 202511037Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fundadagatali sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna tímabilið janúar til júlí 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fundardagatal með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Ráðið beinir því jafnframt til skrifstofustjóra að fundardagatal verði framvegis gert fyrir 12 mánuði í senn.

Samþykkt samhljóða.

3.Framtíðaruppbygging Íþróttamiðstöðvar á Egilsstöðum

Málsnúmer 202511028Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að erindisbréfi starfshóps fyrir framtíðaruppbyggingu Íþróttamiðstöðvar á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Málinu er vísað til umfjöllunar hjá fjölskylduráði.

Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

4.Lindarbakki Borgarfirði

Málsnúmer 202011211Vakta málsnúmer

Byggðaráð hefur óskað eftir umsögn frá umhverfis- og framkvæmdaráði í tengslum við málefni Lindarbakka.
Fyrir liggur minnisblað frá deildarstjóra menningarmála og fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði auk draga að samningi milli Múlaþings og Minjasafns Austurlands um faglega umsjón með húsinu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð áform.

Samþykkt samhljóða.

5.Deiliskipulag, Kollsstaðasel, frístundabyggð

Málsnúmer 202510198Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur skipulagslýsing, dags. 29.10.2025, vegna frístundabyggðar í landi Kollsstaðasels.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsáætlun verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

6.Deiliskipulagsbreyting, Grund við Stuðlagil, breytt lóðamörk

Málsnúmer 202503209Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.
Kynningu vinnslutillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Grundar við Stuðlagil lauk 11. nóvember sl. Fyrir liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Lagt fram til kynningar, mál áfram í vinnslu.

7.Skreiðarhjallar L194732 Stöðuleyfi, notkun lands ekki í samræmi við samning

Málsnúmer 202504195Vakta málsnúmer

Í upphafi máls vakti Ásdís Hafrún Benediktsdóttir (ÁHB) máls á mögulegu vanhæfi sínu undir málsliðnum. ÁHB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar JB upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt með 6 af 7 atkvæðum, en ÁHB sat hjá, og vék ÁHB af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.

Fyrir liggur erindi frá Búlandstindi ehf. um að fá útgefinn lóðaleigusamning á lóð sem ber heitið Skreiðarhjallar (L194732), sem ætlunin er að nýta sem geymslusvæði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki úthlutað þessari tilteknu lóð sem geymslusvæði á þeim forsendum að það er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Ráðið bendir á lausar athafnalóðir við Víkurland í Gleðivík þar sem fyrirhuguð starfsemi gæti rúmast. Jafnframt er eigenda lausafjármunana bent á geymslusvæði fyrir gámá á Háaurum.

Samþykkt samhljóma.

8.Breyting á lóð, Borgarfjörður, Sæból

Málsnúmer 202509207Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá fasteignaeigendum Sæbóls á Borgarfirði í tengslum við staðfestingu lóðamarka.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið en bendir á að engar heimildir liggi fyrir um samkomulag frá árinu 1990 um stækkun lóðarinnar til norðvesturs.
Fyrirliggjandi drög að hnitsettri afmörkun beggja lóða (Sæból og Sæból/bílskúr) tryggja bæði aðkomu lóðarhafa að fasteignum sínum og gera jafnframt ráð fyrir mögulegri nýtingu á óbyggðum hluta lóðar Búðarinnar (L157316). Þá er ekki fyrirhugað að loka aðgengi lóðarhafa að bílskúrslóð frá norðvestri.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um stækkun lóðar, Loftskjól

Málsnúmer 202408040Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um stækkun á lóðinni Loftskjól (L159256) á Djúpavogi vegna áforma um ýmis konar ræktun.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veita málsaðila afnot af landi aðliggjandi lóð sinni í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað. Svæðinu verði skilað í sama ástandi og það er nú í, eða samkvæmt samkomulagi, þegar eftir því verður óskað.

Samþykkt samhljóða.

10.Lagarbraut 5, lóð

Málsnúmer 202510141Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að merkjalýsingu nýrrar lóðar við Lagarbraut 5 í Fellabæ. Lóðin er innan skilgreinds miðsvæðis í Aðalskipulagi Múlaþings 2025-2045.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta stofna lóðina og auglýsa lausa til úthlutunar til samræmis við lið b) í 3. grein reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða.

11.Umsagnarbeiðni, Breyting á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026, Mál 188/2025

Málsnúmer 202506098Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur beiðni um umsögn Múlaþings við breytingu á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026, mál 188/2025 í Skipulagsgátt. Breytingin er tilkomin vegna áforma um uppbyggu nýs veiðihúss fyrir Hofsá í landi Einarsstaða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á þeirri forsendu að fyrirhuguð breyting varðar ekki hagsmuni Múlaþings gerir umhverfis- og framkvæmdaráð ekki athugasemd við fyrirliggjandi áform.

Samþykkt samhljóða.

12.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um breytingu á áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða,

Málsnúmer 202503035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis við 237. mál, tillögu til þingsályktun um breytingu á þingsályktun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar
Fylgiskjöl:

13.Umsagnarbeiðni um 229.mál, Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög.

Málsnúmer 202511140Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur til umsagnar 229.mál um breytingar á verndar-og orkunýtingaráætlun og raforkulögum. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25.nóvember nk.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir athugasemd við skamman umsagnarfrest.
Málið er að öðru leyti lagt fram til kynningar.

14.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir stöðu verkefna á sviðinu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?