Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi, Úranía, 720

Málsnúmer 202504268

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 152. fundur - 02.06.2025

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi vegna byggingu gestahúss á lóðinni Úranía (L213204) á Borgarfirði. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og skal umhverfis- og framkvæmdaráð taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við byggingarfulltrúa að hafna umsókn um byggingarleyfi í samræmi við fyrirliggjandi aðaluppdrætti þar sem fyrirhugað gestahús er staðsett 1m frá lóðamörkum. Aðliggjandi svæði er skilgreint sem athafnasvæði og því fylgir umferð stórra ökutækja eftir vegi sem er aðeins í 1m fjarlægð frá fyrirhuguðu mannvirki.
Ráðið hvetur málsaðila til að skoða aðrar staðsetningar innan lóðarinnar þar sem miðað verður við 3m fjarlægð frá lóðamörkum.

Samþykkt samhljóða.

Getum við bætt efni þessarar síðu?