Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

152. fundur 02. júní 2025 kl. 08:30 - 11:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Sylvía Ösp Jónsdóttir varamaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Hafnarstjóri, Dagmar Ýr Stefánsdóttir og verkefnastjóri á stjórnsýslusviði, Aron Thorarensen, sátu fundinn undir lið nr. 1.
Sérfræðingur í stafrænum lausnum, Hrund Erla Guðmundsdóttir, sat fundinn undir lið nr. 2.

1.Gjaldskrá fyrir hafnir Múlaþings

Málsnúmer 202505268Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri og verkefnastjóri á stjórnsýslusviði sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að breytingu á gjaldskrá hafna Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að breytingum á gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

2.Ábendingagátt Múlaþings

Málsnúmer 202502041Vakta málsnúmer

Sérfræðingur í stafrænum lausnum situr fundinn undir þessum lið og kynnir samantekt úr ábendingagátt sveitarfélagsins sem opnuð var haustið 2024.
Lagt fram til kynningar.

3.Umsókn um byggingarleyfi, Úranía, 720

Málsnúmer 202504268Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi vegna byggingu gestahúss á lóðinni Úranía (L213204) á Borgarfirði. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og skal umhverfis- og framkvæmdaráð taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við byggingarfulltrúa að hafna umsókn um byggingarleyfi í samræmi við fyrirliggjandi aðaluppdrætti þar sem fyrirhugað gestahús er staðsett 1m frá lóðamörkum. Aðliggjandi svæði er skilgreint sem athafnasvæði og því fylgir umferð stórra ökutækja eftir vegi sem er aðeins í 1m fjarlægð frá fyrirhuguðu mannvirki.
Ráðið hvetur málsaðila til að skoða aðrar staðsetningar innan lóðarinnar þar sem miðað verður við 3m fjarlægð frá lóðamörkum.

Samþykkt samhljóða.

4.Fiskeldissjóður, umsóknir 2025

Málsnúmer 202411206Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir og svarbréf við umsóknum Múlaþings í Fiskeldissjóð 2025. Sótt var um 118.346.000 kr. vegna stækkunar við leikskólann Bjarkatún og 122.195.500 kr. til byggingar á þjónustuhúsnæði fyrir starfsemi áhaldahúss og hafnarinnar á Djúpavogi.
Stjórn fiskeldissjóðs ákvað að styrkja uppbyggingu leikskóla um 44.840.000 kr.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna áfram að viðbyggingu við leikskólann Bjarkartún. Áfanganum verði skipt í verkþætti og samið við Fiskeldissjóð um í hvaða verkþætti styrkurinn 2025 rennur. Þar sem ekki fékkst styrkur fyrir öllum verkþáttum að þessu sinni verður sótt um í sjóðinn að nýju árið 2026.

Umhverfis- og framkvæmdaráð harmar að ekki hafi fengist úthlutað úr sjóðnum til byggingar þjónustmiðstöðvar og hafnarhúss á Djúpavogi og vill beina þeim tilmælum til stjórnvalda að endurskoða umgjörð þess hvernig sveitarfélög fá tekjur af fiskeldi.

Málinu vísað til kynningar hjá heimastjórn Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða.

5.Innsent erindi, höfnun í vinnuskólann Egilsstöðum

Málsnúmer 202505288Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Jóhönnu Björk Magnúsdóttur og Hafþóri Atla Rúnarssyni, dags. 28. maí 2025, þar sem óskað er eftir því að umhverfis- og framkvæmdaráð endurskoði ákvörðun sína (frá 17. mars 2025) um að taka ekki á móti umsóknum í vinnuskólann sem berast eftir að frestur rennur út.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við beiðninni.

Samþykkt samhljóða.

6.Fundargerðir Húsfélagsins Lyngási 12

Málsnúmer 202505144Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundagerðir Húsfélagsins Lyngási 12 frá 12. febrúar og 12. maí 2025 ásamt kostnaðar og viðhaldsáætlunum. Byggðaráð vísaði þeim til vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdaráði á fundi þann 27. maí 2025.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Kostnaðar- og viðhaldsáætlanir verða teknar til umfjöllunar síðar, í tengslum við stöðu fjárfestingaráætlunar ársins.

7.Umsagnarbeiðni um kerfisáætlun 2025-2034

Málsnúmer 202504148Vakta málsnúmer

Umhverfismatsskýrsla Kerfisáætlunar 2025-2034 lögð fram til kynningar.
Áheyrnarfulltrúi M-lista (BVW) leggur fram eftirfarandi tillögu:
Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings, samþykkir að leggja til að sveitarstjóri Múlaþings, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, leggi ríka áherslu á það við Jóhann Pál Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að nýta núverandi raforku á Austurlandi og þá aukningu á raforku sem verði aflað í fjórðungnum, til styrktar atvinnulífi Austurlands.

Fiskvinnslan þarf trygga raforku svo ekki þurfi að kynda bræðslur með olíu og mikilvægt er að geta afhent farþegaskipum rafmagn við landfestar svo þau þurfi ekki að menga umhverfið í þröngum fjörðum á Austurlandi.

Benda má jafnframt á, að dreifikerfi Landsnets á Austurlandi er orðið eitt best búna dreifikerfi Landsnets með umfram burðagetu og enn er Landsnet að vinna að styrkingu dreifikerfisins í fjórðungunum til að mynda með tengingu Fljótsdalslínu við tengivirkið á Hryggstekk. Það má því hæglega afhenda mikið magn orku (allt að 50 MW) við tengivirkið í Hryggstekk og jafnvel við Eyvindrá einnig.

Það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt að nýta orkuna við þessa tengipunkta fremur en að flytja hana vestur eða suður á land, með mun kostnaðarsamri styrkingu dreifikerfis frá Kröflu að Blöndu. Slíkur "langflutningur" mun einnig auka á töp í kerfinu. Auk þess leggur M-listinn til, að sveitarfélagið geri það sem í þeirra valdi stendur að upplýsa hugsanlega orkukaupa um þessi innviðagæði á Austurlandi og þá sérstaklega um gæðin í Múlaþingi.

Í aðdraganda framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun var ítrekað rætt um að Austurland hefði forgang að raforkunni og tímabært að standa nú við gefin fyrirheit, rúmum aldarfjórðungi frá því að þau voru gefin úr ræðustól Alþingis af Valgerði Sverrisdóttur Iðnaðarráðherra, þann 08. apríl 2002. „Ég hef haldið því fram og get ítrekað það hér að orkan sem verður til við virkjun þessara vatnsfalla verður nýtt á Austurlandi.“

Tillagan var felld með 7 atkvæðum.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við framkomna umhverfismatsskýrslu Kerfisáætlunar 2025-2034.

Samþykkt samhljóða.


Áheyrnarfulltrúi M-lista (BVW) leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er athyglivert að sveitastjórn Múlaþings hafi ekki þann metnað, fyrir hönd íbúa sinna, að nýta þá möguleika sveitarfélagsins til atvinnuuppbyggingar og öflun tekna fyrir það. Hverra hagsmuna eru kjörnir fulltrúar í Múlaþingi að gæta?

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?