Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur tilkynning til byggingarfulltrúa um framkvæmd undanþegin byggingarleyfi fyrir uppsetningu 14,5m2 garðhýsi/geymslu innan parhúsalóðar við Miðgarð 3b (L157911) á Egilsstöðum.
Landnotkun svæðisins er skilgreind sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og í gildi er deiliskipulag frá árinu 2003 þar sem afmarkaðar eru lóðir og settir fram skilmálar um þéttingu byggðar. Engir skilmálar eru þó settir fram um garðhúsi á íbúðarhúsalóðum í aðal- eða deiliskipulagi og verður á þeirri forsendu tekin afstaða til grenndarkynningar.
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Í vinnslutillögu nýs Aðalskipulags Múlaþings er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa eina stakstæða byggingu á íbúðarhúsalóðum í þéttbýli og á þeirri forsendu er því beint til byggingarfulltrúa að skilyrða útgáfu leyfis við að eldra garðhýsi á lóðinni verði fjarlægt, í samræmi við upplýsingar í umsókn.
Samþykkt samhljóða.