Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

150. fundur 19. maí 2025 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir aðalmaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir liðum nr. 2-9.
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, hafnarstjóri, sat fundinn undir lið nr. 11
Jón Kristófer Arnarson, garðyrkjustjóri, sat fundinn undir lið nr. 14.

1.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Kynningu vinnslutillögu nýs aðalskipulags Múlaþings, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, lauk þann 13. maí sl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur starfsmönnum að taka saman athugasemdir og umsagnir sem bárust við skipulagstillöguna og skipar jafnframt Þórhall Borgarsson, fyrir hönd meirihluta, og Hannes Karl Hilmarsson, fyrir hönd minnihluta, til að koma með tillögur að viðbrögðum við þeim eftir því sem við á. Samantekt og tillögur verða lagðar fyrir ráðið að þeirri vinnu lokinni.

Samþykkt samhljóða.

2.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Ferjukíll 4 og 6

Málsnúmer 202504210Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna sameiningu lóða við Ferjukíl 4 og 6. Tillagan er unnin af Faglausnum fyrir hönd lóðarhafa.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til gr. 5.9.3. í skipulagsreglugerð, að falla frá grenndarkynningu breytinganna.

Samþykkt samhljóða.

3.Deiliskipulagsbreyting, Fellabær, Fjóluhvammur 4

Málsnúmer 202412196Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Grenndarkynningu vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ, vegna Fjóluhvamms 4, lauk þann 16. apríl sl. Ein athugasemd barst og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til hennar.
Fyrir liggja drög að umsögn um framkomna athugasemd ásamt uppfærðum skipulagsuppdrætti, dags. 7. maí 2025, þar sem brugðist hefur verið við athugasemd um fjarlægð frá lóðamörkum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um framkomna athugasemd og felur skipulagsfulltrúa að koma henni á framfæri.
Ráðið samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

4.Tilkynning um framkvæmd undanþegin byggingarleyfi - Miðgarður 3, 700

Málsnúmer 202505012Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur tilkynning til byggingarfulltrúa um framkvæmd undanþegin byggingarleyfi fyrir uppsetningu 14,5m2 garðhýsi/geymslu innan parhúsalóðar við Miðgarð 3b (L157911) á Egilsstöðum.
Landnotkun svæðisins er skilgreind sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og í gildi er deiliskipulag frá árinu 2003 þar sem afmarkaðar eru lóðir og settir fram skilmálar um þéttingu byggðar. Engir skilmálar eru þó settir fram um garðhúsi á íbúðarhúsalóðum í aðal- eða deiliskipulagi og verður á þeirri forsendu tekin afstaða til grenndarkynningar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Í vinnslutillögu nýs Aðalskipulags Múlaþings er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa eina stakstæða byggingu á íbúðarhúsalóðum í þéttbýli og á þeirri forsendu er því beint til byggingarfulltrúa að skilyrða útgáfu leyfis við að eldra garðhýsi á lóðinni verði fjarlægt, í samræmi við upplýsingar í umsókn.

Samþykkt samhljóða.

5.Umsókn um byggingarleyfi, Ránargata 11, 710

Málsnúmer 202504137Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi/heimild fyrir uppsetningu vinnubúða á lóðinni Ránargata 11 (L155221) á Seyðisfirði. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar.
Jafnframt liggja fyrir umsagnir Heilbrigðiseftirlits Austurlands og Veðurstofu Íslands en fyrirhuguð staðsetning vinnubúða fellur innan hættusvæðis C í hættumati fyrir Seyðisfjörð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við byggingarfulltrúa að hafna umsókn um byggingarleyfi, á Ránargötu 11, með vísan til 21. gr. reglugerðar 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða. Ráðið felur jafnframt framkvæmda- og umhverfismálastjóra að funda með málsaðila um möguleika á öðrum staðsetningum undir vinnubúðirnar.

Samþykkt samhljóða.

6.Umsókn um tilkynnta framkvæmd, Varða 7, 765

Málsnúmer 202504235Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur tilkynning til byggingarfulltrúa um framkvæmd undanþegin byggingarleyfi á Vörðu 7 (L159239) á Djúpavogi. Framkvæmdin felur í sér litla viðbyggingu við íbúðarhús, upphækkun bílaplans og byggingu útigeymslu við bílaplan. Ekkert deiliskipulag er í gildi og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

7.Erindi, ósk um breytingu á skilmálum í deiliskipulagi vegna Lónsleiru 3, Seyðisfirði

Málsnúmer 202505034Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn frá lóðarhafa við Lónsleiru 3 á Seyðisfirði, H.E. Trésmíðavinnustofa ehf., um frávik frá skipulagsskilmálum gildandi deiliskipulags um gólfkóta fyrirhugaðrar byggingar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um heimild til frávika frá skipulagsskilmálum, með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Samþykkt samhljóða.

8.Umsókn um stofnun lóðar Hrafnabjörg

Málsnúmer 202505167Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um stofnun lóðar úr landi Hafnarbjarga 4 (L156870) sem fær heitið Hrafnabjörg 5 og verður 28.768,2 m2 að stærð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um stofnun lóðar Lækjarból

Málsnúmer 202505170Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um stofnun lóðar úr landi Eyjólfsstaða (L159104) sem fær heitið Lækjarból og verður 7.002,5 m2 að stærð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

10.Ofanflóðavarnir, Neðri-Botnar

Málsnúmer 202303127Vakta málsnúmer

Kynningartími umhverfismatsskýrslu vegna ofanflóðavarna í Neðri Botnum er lokið og bárust 8 umsagnir, allt frá fagstofnunum. Umsagnir má nálgast undir máli nr. 976/2023 í Skipulagsgátt.
Fyrir liggja drög að viðbrögðum við umsögnum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að viðbrögðum við umsögnum um kynningu umhverfismatsskýrslu vegna ofanflóðavarna í Neðri Botnum, með þeim breytingum sem ræddar voru varðandi viðbrögð við umsögn Náttúruverndarstofnunar um staðargróður.

Samþykkt samhljóða.

11.Viðburðasjóður hafna

Málsnúmer 202504204Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að reglum fyrir viðburðarsjóð hafna Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fresta afgreiðslu fyrirliggjandi reglna til haustsins og í stað þess verði þeir fjármunir sem fyrirhugaðir voru í verkefnið nýttir til að efla markaðs- og kynningarmál hafnanna, m.a. til að auka afþreyingu og efla bæjarbrag í tengslum við komur farþegaskipa til Múlaþings.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (E.G.G.) situr hjá.

12.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna júlí til desember 2025

Málsnúmer 202504214Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fundardagatali sveitarstjórnar,fagráða og heimastjórna tímabilið júlí til desember 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fundardagatali með þeirri breytingu að fyrsti fundur ráðsins að loknu sumarleyfi verði 18. ágúst.

Samþykkt samhljóða.

14.Erindi er varðar ráðningastefnu Múlaþings varðandi sumarstörf ungmenna á Seyðisfirði

Málsnúmer 202504259Vakta málsnúmer

Garðyrkjustjóri situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja erindi frá Elvu Ásgeirsdóttur og Höllu Dröfn Þorsteinsdóttur er varðar breytingar á ráðningum ungmenna 16-18 ára á Seyðisfirði sumarið 2025. Málið var tekið fyrir á fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar 8. maí sl. þar sem því var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á þeirri forsendu að atvinnuástand á Seyðisfirði er mjög slæmt fyrir þennan aldurshóp samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að fela garðyrkjustjóra að auglýsa laus almenn garðyrkjustörf á Seyðisfirði fyrir ungmenni á aldrinum 17-18 ára.

Samþykkt samhljóða.

15.Ársreikningur Náttúrustofu Austurlands 2024

Málsnúmer 202504234Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ársskýrsla og samþykktur ársreikningur Náttúrustofu Austurlands fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar.

16.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 31

Málsnúmer 2504014FVakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá 31. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?