Fara í efni

Reglur Múlaþings um úthlutun félagslegra leiguíbúða

Málsnúmer 202505071

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 133. fundur - 27.05.2025

Kynnig á drögum að nýjum reglum Múlaþings um úthlutun félagslegra leiguíbúða.
Fyrir fundinum liggja drög að nýjum reglum Múlaþings um úthlutun félagslegra leiguíbúða ásamt minnisblaði um helstu breytingar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur Múlaþings um úthlutun félagslegra leiguíbúða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 158. fundur - 01.07.2025

Fyrir fundinum liggja reglur Múlaþings um úthlutun félagslegra leiguíbúða. Fjölskylduráð samþykkti reglurnar á 133. fundi ráðsins þann 27. maí síðastliðinn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð, sem fer með fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar í sumarleyfi sveitarstjórnar sbr. bókun sveitarstjórnar frá 11. júní 2025, samþykkir fyrirliggjandi reglur Múlaþings um úthlutun félagslegra leiguíbúða. Skrifstofustjóra falið að birta reglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Anna Alexandersdóttir starfandi félagsmálastjóri
Getum við bætt efni þessarar síðu?