Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

133. fundur 27. maí 2025 kl. 12:30 - 14:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ævar Orri Eðvaldsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Anna Alexandersdóttir félagsmálastjóri
  • Aðalheiður Árnadóttir deildastjóri í félagslegri ráðgjöf
  • Dagný Erla Ómarsdóttir deildastjóri íþrótta og tómstunda
Fundargerð ritaði: Anna Alexandersdóttir félagsmálastjóri

1.Samræming gjaldskráa íþróttamiðstöðva

Málsnúmer 202503128Vakta málsnúmer

Fyrir liggur drög að samræmdri gjaldskrá sund- og íþróttamiðstöðva Múlaþings.
Fjölskylduráð samþykkir samræmda gjaldskrá fyrir sund- og íþróttamiðstöðvar. Gjaldskráin tekur gildi frá og með 1. september nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Beiðni um styrk fyrir námskeið fyrir eldri borgara í tækjasal

Málsnúmer 202501150Vakta málsnúmer

Öldungaráð Múlaþings hefur lagt fram beiðni til fjölskylduráðs um að haldið verði áfram með svipað fyrirkomulag á styrktaræfingum fyrir eldri borgara næsta haust. Jafnframt er óskað eftir að unnin verði heildaráætlun um hreyfiúrræði fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu. Þá er jafnframt farið fram á að gert verði ráð fyrir þessari áætlun í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Fjölskylduráð tekur undir bókun Öldungaráðs um mikilvægi þess að unnin verði heildaráætlun um hreyfiúrræði fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu.
Ráðið felur félagsmálastjóra að taka saman yfirlit yfir þau heilsueflandi úrræði sem hafa staðið eldri borgurum til boða, auk þess að greina kostnað við þau.

Málið áfram í vinnslu.

3.Reglur Múlaþings um úthlutun félagslegra leiguíbúða

Málsnúmer 202505071Vakta málsnúmer

Kynnig á drögum að nýjum reglum Múlaþings um úthlutun félagslegra leiguíbúða.
Fyrir fundinum liggja drög að nýjum reglum Múlaþings um úthlutun félagslegra leiguíbúða ásamt minnisblaði um helstu breytingar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur Múlaþings um úthlutun félagslegra leiguíbúða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skýrsla félagsmálastjóra 2025

Málsnúmer 202502112Vakta málsnúmer

Skýrsla félagsmálastjóra er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?