Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Grund, Verslunar- og þjónustureitur

Málsnúmer 202505194

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 153. fundur - 16.06.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur tillaga, dags. 27.05.25, að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna stækkunar á verslunar- og þjónustusvæði V38 í landi Grundar á Jökuldal.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er ekki talin hafa veruleg áhrif á núverandi landnotkun né eru áhrif hennar metin mikil á einstaka aðila eða stórt landsvæði.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 158. fundur - 01.07.2025

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur vísað meðfylgjandi skipulagstillögu til staðfestingar hjá sveitarstjórn. Um er að ræða tillögu, dags. 27.05.25, að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna stækkunar á verslunar- og þjónustusvæði V38 í landi Grundar á Jökuldal.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir byggðaráð Múlaþings, sem fer með fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar í sumarleyfi sveitarstjórnar sbr. bókun sveitarstjórnar frá 11. júní 2025, fyrirliggjandi breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 -2028 vegna stækkunar á verslunar- og þjónustusvæði V38 í landi Grundar á Jökuldal. Breytingin er óveruleg og er ekki talin hafa veruleg áhrif á núverandi landnotkun né eru áhrif hennar metin mikil á einstaka aðila eða stórt landsvæði. Um málsmeðferð fari skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?