Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

153. fundur 16. júní 2025 kl. 08:30 - 11:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson varamaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Björgvin Pétur Stefánsson (D-lista) sat fundinn undir liðum nr. 4-17.
Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir liðum nr. 4-14.

1.Fiskeldissjóður, umsóknir 2025

Málsnúmer 202411206Vakta málsnúmer

Fyrir liggja svör frá stjórn Fiskeldissjóðs vegna beiðnar um rökstuðning við styrkúthlutun ársins 2025.
Lagt fram til kynningar.

2.Byggingarnefnd menningarhúss, Safnahús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202211078Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar fundagerðir frá 2. og 3. fundi bygginganefndar menningarhúss. Formaður nefndarinnar hefur óskað eftir því að falla frá formennsku í nefndinni og liggur fyrir að skipa nýjan formann. Einnig liggur fyrir að gera breytingar á erindisbréfi nefndarinnar sem fela í sér að í stað atvinnu- og menningarmálastjóra muni deildarstjóri menningarmála starfa með nefndinni.

Jafnframt er lögð fram fundargerð frá fagráði Minjasafns Austurlands, dags. 2. júní 2025, þar sem því er beint til byggingarnefndar menningarhúss að koma stækkun Safnahússins sem fyrst í útboð. Sjá lið 4. í fyrirliggjandi fundargerð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu að breytingu á erindisbréfi bygginganefndar. Jafnframt er samþykkt tillaga minnihlutans að skipa Þórhall Borgarsson sem formann nefndarinnar í stað Oddnýjar Bjarkar Daníelsdóttur.

Samþykkt samhljóða.

3.Beiðni um gögn vegna synjunar á byggingarleyfisumsókn, skilti Vök Baths

Málsnúmer 202505280Vakta málsnúmer

Fyrir liggur afrit af stjórnsýslukæru nr. 86/2025 frá VÖK Baths til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð er afgreiðsla byggingarfulltrúa Múlaþings þar sem umsókn um leyfi til að setja upp baklýst skilti er synjað.
Lagt fram til kynningar.

4.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur staða á verksamningi vegna gerðar nýs Aðalskipulags Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að framhald verkefnisins verði í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað. Ljóst er að kostnaður við verkefnið er meiri en gert var ráð fyrir í upphafi meðal annars vegna kröfu Vegagerðarinnar um aukið samráð í tengslum við skráningu vega í náttúru Íslands. Jafnframt voru ófyrirséðar áskoranir við samþættingu gildandi skipulagsgagna og uppfærslu þeirra í samræmi við nútímakröfur.

Samþykkt samhljóða.

5.Aðalskipulagsbreyting, Grund, Verslunar- og þjónustureitur

Málsnúmer 202505194Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur tillaga, dags. 27.05.25, að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna stækkunar á verslunar- og þjónustusvæði V38 í landi Grundar á Jökuldal.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er ekki talin hafa veruleg áhrif á núverandi landnotkun né eru áhrif hennar metin mikil á einstaka aðila eða stórt landsvæði.

Samþykkt samhljóða.

6.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðaflugvöllur, aðflugsljós

Málsnúmer 202503075Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Kynningu vinnslutillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar í tengslum við uppsetningu nýrra aðflugsljósa lauk 11. júní sl. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun og heimastjórn Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefndar. Engin umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, Fiskistofu, Rarik eða HEF veitum og Náttúruverndarstofnun kaus að skila ekki umsögn á þessum tímapunkti.
Mál áfram í vinnslu.

7.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðaflugvöllur, ný akbraut

Málsnúmer 202501232Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Kynningu vinnslutillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna framkvæmda við nýja akbraut lauk 11. júní sl. Athugasemd barst frá Philip Filippus Vogler en engin umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, Rarik eða HEF veitum.
Mál áfram í vinnslu.

8.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Ytri-Gautavíkurá, Smávirkjun

Málsnúmer 202506071Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á smávirkjun í Ytri-Gautavíkurá í landi Gautavíkur (L159107) í Berufirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða.

9.Byggingaráform, grenndarkynning, Dynskógar 7

Málsnúmer 202506107Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um byggingaráform við Dynskóga 7 (L157698) á Egilsstöðum sem fela í sér byggingu 18,5 m2 gestahúss.
Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (BE) situr hjá.

10.Umsókn um lóð, Iðjusel 1

Málsnúmer 202502225Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Grenndarkynningu byggingaráforma við Iðjusel 1 í Fellabæ lauk þann 13. júní án athugasemda.

Mál áfram í vinnslu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir því að fá forsvarsaðila verkefnisins inn á næsta fund ráðsins og kynna fyrirhugaða starfsemi.

11.Umsókn um skráningu staðfangs, Kjarvalsstaðir

Málsnúmer 202505228Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsögn frá Árnastofnun vegna umsóknar um staðfangið Kjarvalsstaðir á nýrri lóð í landi Davíðsstaða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 (ÁHB, HSÞ, HHÁ) á móti.

12.Umsókn um stofnun lóðar Eiðar 6b

Málsnúmer 202506145Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um stofnun lóðar úr landi Eiða (L158058) utan um spennistöð RARIK. Lóðin fær heitið Eiðar 3 og verður 144 m2 að stærð.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn Vegagerðarinnar við mögulega tengingu við fyrirhugaða lóð.

Málið áfram í vinnslu.

13.Staðfesting á landamerkjum, Hraunanes

Málsnúmer 202506158Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur merkjalýsing vegna staðfestingar á landamerkjum landeignarinnar Skáli 1 (L232766) en jafnframt er óskað eftir breytingu á staðfangi sem verður Hraunanes.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um breytingu á staðfangi og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

14.Umhverfishönnun, Djúpivogur, Bláin og tenging við tjaldsvæði

Málsnúmer 202502194Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að umhverfishönnun af svæði milli tjaldsvæðisins og Bláarinnar á Djúpavogi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög og vísar þeim til umfjöllunar hjá heimastjórn Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða.

15.Skipulag skógræktar leiðbeiningar um val á land til skógræktar,

Málsnúmer 202506086Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar bréf frá VÍN, vinum íslenskrar náttúru, stílað á Múlaþing.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2025

Málsnúmer 202502155Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir frá 184. og 185. fundum Heilbrigðisnefndar Austurlands.
Lagt fram til kynningar.

17.Umsagnarbeiðni, Endurskoðun á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2025-2040

Málsnúmer 202506122Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sveitarfélaginu Hornafirði vegna kynningar á vinnslutillögu fyrir endurskoðun aðalskipulags 2025-2040. Gögn málsins eru aðgengileg í Skipulagsgátt undir málsnúmerinu 2023/11.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gögn en óskar eftir því að gert verði ráð fyrir jarðgöngum undir Lónsheiði til samræmis við Aðalskipulags Múlaþings sem kynnt var nýlega.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?