Fara í efni

Beiðni um gögn vegna synjunar á byggingarleyfisumsókn, skilti Vök Baths

Málsnúmer 202505280

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 153. fundur - 16.06.2025

Fyrir liggur afrit af stjórnsýslukæru nr. 86/2025 frá VÖK Baths til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð er afgreiðsla byggingarfulltrúa Múlaþings þar sem umsókn um leyfi til að setja upp baklýst skilti er synjað.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 159. fundur - 01.09.2025

Fyrir liggur niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 86/2025 vegna kæru Vök Baths ehf. á ákvörðun byggingarfulltrúa Múlaþings um að synja leyfi fyrir baklýstu skilti nærri mótum Hróarstunguvegar og Austurlandsvegar.

Kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúa var hafnað.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?