Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, miðbær

Málsnúmer 202506068

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 154. fundur - 23.06.2025

Fyrir liggur minnisblað vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi miðbæjar á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að unnin verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar á Egilsstöðum í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 60. fundur - 03.07.2025

Fyrir liggur bókun frá 154. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, sem haldinn var 23.6.2025, þar sem því er beint til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs að unnin verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar á Egilsstöðum í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Á fundinn undir þessum lið mætir Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs að gerð verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar á Egilsstöðum með hliðsjón af fyrirliggjandi minnisblaði og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samtþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?