Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

154. fundur 23. júní 2025 kl. 09:00 - 12:00 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, hafnarstjóri, og Eiður Ragnarsson, verkefnastjóri hafna sátu fundinn undir liðum nr. 1-6.

1.Hafnagerð og sjóvarnir á samgönguáætlun 2026-2030

Málsnúmer 202506102Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Vegagerðinni sem sent er í tengslum við undirbúning fyrir tillögu að samgönguáætlun 2026-2030, ásamt drögum að umsóknum Múlaþings um framlag til sjóvarna og hafnarframkvæmda.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsóknir og felur hafnarstjóra að koma þeim á framfæri við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun hafna Múlaþings 2025

Málsnúmer 202410020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka til umfjöllunar breytingu á fjárhagsáætlun hafna Múlaþings fyrir árið 2025 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við bætta aðstöðu í Innri Gleðivík.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerðar verði breytingar á fjárhagsáætlun hafna Múlaþings 2025 í tengslum við uppsetningu á stormpolla í Innri Gleðivík. Ráðið felur hafnarstjóra að finna framkvæmdinni stað innan gildandi fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.

3.Endurnýjun björgunarskipsins Hafbjargar - styrkbeiðni

Málsnúmer 202104161Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Björgunarbátasjóði SVFÍ Neskaupstað er varðar endurnýjun á björgunarskipinu Hafbjörgu og mögulegu aðkomu sveitarfélagsins að því með styrkbeiðni. Byggðaráð tók erindið fyrir á fundi 27. maí sl. og víasði því til afgreiðslu hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.
Mál áfram í vinnslu.

4.Cruise Iceland, fundargerðir

Málsnúmer 202503082Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerði frá stjórnarfundi Cruise Iceland, dags. 5. júní 2025.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2025

Málsnúmer 202502036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá 473. fundi Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2025

Málsnúmer 202502036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ný skýrsla sem Hafnasamband Íslands lét vinna um efnahagsleg áhrif af gjaldtöku skemmtiferðaskipa.
Lagt fram til kynningar.

7.Aðalskipulagsbreyting, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202308090Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Við upphaf máls vöktu Þórhallur Borgarsson og Ásdís Hafrún Benediktsdóttir athygli á vanhæfi sínu og bar formaður upp tillögu þess efnis sem var samþykkt samhljóða. ÞB og ÁHB véku af fundinum undir umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Kynningu vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Gilsárvirkjunar lauk 18. júní sl. Fyrir liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Mál áfram í vinnslu.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

8.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, miðbær

Málsnúmer 202506068Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað vegna fyrirhugaðra breytinga á deiliskipulagi miðbæjar á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að unnin verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar á Egilsstöðum í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

Samþykkt samhljóða.

9.Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og sveitarstjórnar

Málsnúmer 202503269Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað sveitarstjóra eftir sameiginlegan fund sveitarstjórnar og ungmennaráðs miðvikudaginn 11.06.2025. Sveitarstjórn hefur vísað þremur málum til frekari umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði er varða vetrarþjónustu í dreifbýli, lýsingu á göngustígum og hraðaminnkandi aðgerðir við innkomu í þéttbýliskjarna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að fylgja málinu eftir með því að mæta á fund ungmennaráðs í haust. Ráðið hvetur ungmennaráð einnig til þess að boða fulltrúa Vegagerðarinnar á sinn fund til þess að ræða þau atriði sem snúa að henni.

Samþykkt samhljóða.

10.Hreystibraut við Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 202506196Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sigrúnu Blöndal, deildarstjóra 6.-10. bekkjar í Egilsstaðaskóla, þar sem kynntar eru hugmyndir frá starfsfólki og Foreldrafélagi Egilsstaðaskóla um uppsetningu hreystibrautar við skólann.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur vel í hugmyndir um uppsetningu hreystibrautar á umræddu svæði og hvetur foreldrafélagið til þess að sækja um styrk í samfélagssjóð heimastjórnar í tengslum við uppsetningu svæðisins.

Samþykkt samhljóða.

11.Hvetjum til sumarstarfa fyrir 16-17 ára ungmenni í sveitarfélögum

Málsnúmer 202506125Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá aðgerðarhópi ríkislögreglustjóra vegna ofbeldis meðal og geng börnum, dags. 10. júní 2025. Með erindinu eru sveitarfélög hvött til að bjóða upp á sumarstörf fyrir 16-17 ára ungmenni, sérstaklega þau sem standa höllum fæti.
Lagt fram til kynningar.

12.Beiðni um að endurskoða takmarkað aðgengi unglinga að Vinnuskóla Múlaþings sumarið 20025

Málsnúmer 202506152Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur beint því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að breyta fyrirkomulagi vinnuskólanns á þann hátt að umsóknir sem berast eftir að umsóknarfrestur rennur út fari á biðlista.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi hugmyndum um biðlista til umfjöllunar við skipulag skólans fyrir næsta ár.

Samþykkt samhljóða.

13.Umhverfisviðurkenningar

Málsnúmer 202409036Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að reglum, ásamt minnisblaði, um veitingu umhverfisviðurkenninga í Múlaþingi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur verkefnastjóra umhverfismála að auglýsa eftir tilnefningum í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

14.Umsókn um lóð, Iðjusel 1

Málsnúmer 202502225Vakta málsnúmer

Forsvarsaðilar Kornþurrkunar Austurlands kynna fyrirhugaða starfsemi á Iðjuseli 1.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna og felur skipulagsfulltrúa að úthluta lóðinni í samræmi við umsókn þar um.
Jafnframt staðfestir ráðið að fyrirhuguð byggingaráform hafi verið grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum við Iðjusel 5 og Smiðjusel 1 í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, án þess að athugasemdir hafi borist.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Ingvar Friðriksson
  • Jón Elvar Gunnarsson

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?