Fara í efni

Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (strandveiðar)

Málsnúmer 202506082

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 60. fundur - 06.06.2025

Fyrir liggur tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis með umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um stjórn fiskveiða (strandveiðar) dagsett 5.6.2025.
Heimastjórn Borgarfjarðar fagnar framkomnu frumvarpi, telur það mikilvægt fyrir minni staði allt í kringum landið og tryggja sanngirni í kerfinu milli landssvæða. Heimastjórn gerir eftirfarandi athugasemdir:

Í 2. kafla greinargerðar um tilefni og nauðsyn lagasetningar kemur fram að mögulega kunni að þurfa að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð. Heimastjórn telur það draga úr hagkvæmni veiðanna og geldur varhug við því.

Í kaflanum um einstakar greinar frumvarpsins kemur fram að Fiskistofu verði skylt að svipta skip leyfi til strandveiða fyrir ítrekuð brot ef landað er oftar en þrisvar sinnum umfram afla, sem nemur 5% yfir leyfilegum afla í hverri veiðiferð. Heimastjórn telur það of lítið svigrúm og geta stuðlað að brottkasti. Skoða ætti að hækka prósentuna í 7% eða rýmka ákvæði um fjölda skipta.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 156. fundur - 18.06.2025

Fyrir fundinum liggur umsögn sveitarfélagsins sem sveitarstjóra var falið að senda inn um 429. mál, breytingar á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 milli funda byggðaráðs.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?