Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

60. fundur 06. júní 2025 kl. 08:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
  • Ragna Stefanía Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Í upphafi fundar bar formaður heimastjórnar upp tillögu að dagskrárbreytingu þar sem máli nr. 5 yrði bætt við, Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (strandveiðar). Færast seinni liðir niður sem því nemur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

1.Uppbygging Brákar hses á íbúðarhúsnæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202206050Vakta málsnúmer

Einar Georgsson, framkvæmdastjóri Brákar íbúðafélag hses. og Hugrún Hjálmarsdóttir, umhverfis- og framkvæmdastjóri Múlaþings komu inn á fundinn og fjölluðu um starfsemi Brákar.

Heimastjórn þakkar þeim fyrir komuna og fróðlegar umræður.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 08:20
  • Einar Georgsson - mæting: 08:20

2.Starfsemi áhaldahúss á Borgarfirði

Málsnúmer 202401190Vakta málsnúmer

Ásgeir Bogi Arngrímsson, verkstjóri áhaldahúss, kom inn á fundinn og fjallaði um málefni áhaldahúss.
Farið var yfir stöðu helstu verkefna. Heimastjórn þakkar fyrir gott samtal.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Ásgeir Bogi Arngrímsson - mæting: 09:30

3.Málefni Fjarðarborgar

Málsnúmer 202408007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Já sæll ehf., dags. 29. maí 2025, varðandi kaup á rekstrartækjum fyrir eldhús Fjarðarborgar.
Heimastjórn þakkar fyrir erindið. Starfsmanni heimastjórnar falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Almenningssamgöngur í Múlaþingi

Málsnúmer 202406020Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið og Borgarhöfn ehf. í Njarðvík sóttu um styrk fyrir tilraunaverkefni um almenningssamgöngur milli byggðarkjarnanna Borgarfjarðar og Egilsstaða í sjóð A.10 Almenningssamgöngur á milli byggða í byggðaáætlun í þeirri von að geta haldið úti reglulegum ferðum áfram en sem kunnugt er sagði Vegagerðin upp samningi við Borgarhöfn um áramót.
Í bréfi frá Byggðastofnun sem barst 30. maí sl. segir að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafi samþykkt styrk til verkefnins að upphæð 17.000.000 kr. Heimastjórn fagnar niðurstöðunni og þakkar Byggðastofnun og ráðherra fyrir. Unnið er að útfærslu verkefnisins.

Lagt fram til kynningar.

5.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (strandveiðar)

Málsnúmer 202506082Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis með umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um stjórn fiskveiða (strandveiðar) dagsett 5.6.2025.
Heimastjórn Borgarfjarðar fagnar framkomnu frumvarpi, telur það mikilvægt fyrir minni staði allt í kringum landið og tryggja sanngirni í kerfinu milli landssvæða. Heimastjórn gerir eftirfarandi athugasemdir:

Í 2. kafla greinargerðar um tilefni og nauðsyn lagasetningar kemur fram að mögulega kunni að þurfa að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð. Heimastjórn telur það draga úr hagkvæmni veiðanna og geldur varhug við því.

Í kaflanum um einstakar greinar frumvarpsins kemur fram að Fiskistofu verði skylt að svipta skip leyfi til strandveiða fyrir ítrekuð brot ef landað er oftar en þrisvar sinnum umfram afla, sem nemur 5% yfir leyfilegum afla í hverri veiðiferð. Heimastjórn telur það of lítið svigrúm og geta stuðlað að brottkasti. Skoða ætti að hækka prósentuna í 7% eða rýmka ákvæði um fjölda skipta.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði

Málsnúmer 202212043Vakta málsnúmer

Endurbygging gömlu löndunarbryggju: Hafnadeild Vegagerðarinnar vinnur nú að hönnun vegna endurbyggingar gömlu löndunarbryggjunnar sem er orðin afar illa farin. Haldinn var fróðlegur og góður fundur sl. föstudag, 30. maí með sjómönnum þar sem farið var yfir nokkrar af tillögum VG. Stefnt er á að ljúka hönnunarvinnu og efnispöntun í sumar og verkið fari í útboð í haust og framkvæmdin fari fram á 2026.

Hafnarhólmi: Unnið að uppsetningu búnaðar vegna gjaldtöku í Hafnarhólma. Verkið hefur tafist en stefnt á að gjaldtaka hefjist um miðjan júní.

Vegaframkvæmdir á Hafnarvegi: Áætlað er að klæðing verði lögð á í júní.

Bílastæði við Brúnavíkurleið: Sveitarfélagið, Ferðamálahópur Borgarfjarðar, Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, landeigendur Hafnarlandsins og Vegagerðin eiga í samtali um bílastæðið við upphaf gönguleiðarinnar um Brúnavíkurskarð sem var fjarlægt við vegaframkvæmdir. Vonast er til að málið leysist farsællega á næstunni.

Samfélagsverkefni: Búið er að panta leiktækin fyrir leiksvæðið milli Fjarðarborgar, Sparkhallar og grunnskóla og er áætlað að þau skili sér í byrjun júlí. Stefnt er að nauðsynlegri jarðvegsvinnu í lok júní svo leiktækin komist hratt á sinn stað.

Gangstéttir: Gangstéttarlagning frestast þar til seinna í sumar en hún var áætluð núna í júní.

Íbúafundur heimastjórnar: Fundurinn verður haldinn í Fjarðarborg fimmtudaginn 12. júní næstkomandi kl. 17.30. Dagskráin verður auglýst sérstaklega.

7.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar Borgarfjarðar ætti að vera föstudaginn 4. júlí skv. fundadagatali. Lagt er til að ekki verði haldinn fundur í júlí nema brýna nauðsyn beri til og því er gert ráð fyrir að næsti fundur heimastjórnar verði haldinn föstudaginn 15. ágúst. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12 mánudaginn 11. ágúst. Erindi skal senda á netfangið alda.kristinsdottir@mulathing.is eða bréfleiðis á skrifstofu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?