Málsnúmer 202212043Vakta málsnúmer
Endurbygging gömlu löndunarbryggju: Hafnadeild Vegagerðarinnar vinnur nú að hönnun vegna endurbyggingar gömlu löndunarbryggjunnar sem er orðin afar illa farin. Haldinn var fróðlegur og góður fundur sl. föstudag, 30. maí með sjómönnum þar sem farið var yfir nokkrar af tillögum VG. Stefnt er á að ljúka hönnunarvinnu og efnispöntun í sumar og verkið fari í útboð í haust og framkvæmdin fari fram á 2026.
Hafnarhólmi: Unnið að uppsetningu búnaðar vegna gjaldtöku í Hafnarhólma. Verkið hefur tafist en stefnt á að gjaldtaka hefjist um miðjan júní.
Vegaframkvæmdir á Hafnarvegi: Áætlað er að klæðing verði lögð á í júní.
Bílastæði við Brúnavíkurleið: Sveitarfélagið, Ferðamálahópur Borgarfjarðar, Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, landeigendur Hafnarlandsins og Vegagerðin eiga í samtali um bílastæðið við upphaf gönguleiðarinnar um Brúnavíkurskarð sem var fjarlægt við vegaframkvæmdir. Vonast er til að málið leysist farsællega á næstunni.
Samfélagsverkefni: Búið er að panta leiktækin fyrir leiksvæðið milli Fjarðarborgar, Sparkhallar og grunnskóla og er áætlað að þau skili sér í byrjun júlí. Stefnt er að nauðsynlegri jarðvegsvinnu í lok júní svo leiktækin komist hratt á sinn stað.
Gangstéttir: Gangstéttarlagning frestast þar til seinna í sumar en hún var áætluð núna í júní.
Íbúafundur heimastjórnar: Fundurinn verður haldinn í Fjarðarborg fimmtudaginn 12. júní næstkomandi kl. 17.30. Dagskráin verður auglýst sérstaklega.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.