Fara í efni

Samkomulag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við Fífutún á Egilsstöðum

Málsnúmer 202506181

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 155. fundur - 30.06.2025

Við upphaf máls vakti Þórunn Óladóttir máls á mögulegu vanhæfi sínu vegna vensla og var tillaga þess efnis samþykkt samhljóða. Þórunn vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Fyrir liggja hugmyndir frá Jöklum fasteignafélagi ehf. að uppbyggingu á fjórum fjölbýlishúsalóðum við Fífutún á Egilsstöðum. Félagið hefur óskað eftir samkomulagi við sveitarfélagið í tengslum við lóðaúthlutun og uppbyggingarhraða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur vel í fyrirliggjandi hugmyndir um byggingu fjögurra fjölbýlishúsa við Fífutún 2, 4, 6 og 8 og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga frá samkomulagi við málsaðila. Gatnagerðargjöld verða innheimt við úthlutun lóðar.

Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu vegna fyrirliggjandi umsóknar um heimild til að byggja 7 íbúða hús á lóðunum í stað 6 íbúða. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Jafnframt á þeirri forsendu að heildarfjöldi íbúða á skipulagsreitnum við Votahvamm er innan marka deiliskipulags eftir að íbúðum við Austurtún 2, 4 6 og 8 var fækkað úr níu í fjórar með nýlegri breytingu.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?