Fara í efni

Styrkir til námsmanna

Málsnúmer 202506202

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 157. fundur - 24.06.2025

Fyrir liggur minnisblað frá sveitarstjóra eftir sameiginlegan fund sveitarstjórnar og ungmennaráðs miðvikudaginn 11.06.2025. Sveitarstjórn vísaði einu málanna er varðar styrki til námsmanna til frekari umfjöllunar hjá byggðaráði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð þakkar ungmennaráði góðan fund með sveitarstjórn þann 11. júní sl. og tekur undir þau sjónarmið að mikilvægt er að finna leiðir til að laða ungt fólk til sveitarfélagsins eftir að það hefur lokið námi. Hjá Byggðastofnun er til staðar leið sem er til lækkunar á námslánum og byggðaráð hefur fjallað um og óskað eftir að verði efld til að auðvelda ráðningar sérmenntaðs fólks inn á svæðið. Sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um þann námsstuðning sem er nú þegar í boði innan Múlaþings og hvaða tækifæri eru til staðar til að efla það enn frekar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?